Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

13. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

13. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var mánudaginn 22. febrúar 2018, kl. 16:00.  Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.
Mætt eru:
Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Áshildur Linnet, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Fannar Jónasson, Guðmundur Björnsson, Georg E. Friðriksson, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Magnús Stefánsson, Ásgeir Eiríksson, Marta Sigurðardóttir, Jón Emil Halldórsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Kjartan Már Kjartansson, Einar Jón Pálsson og Sigrún Árnadóttir boðuðu forföll.
Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 
Dagskrá:

1. Undirritun fundargerðar nr. 12, dags. 29.01.2018.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn.  Var hún samþykkt samhljóða.

2. Endurskoðun samþykkta um Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja. Erindi frá undirbúningsstjórn vegna sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar, dags. 26.01.2018. Framhald frá síðasta fundi.

Framkvæmdastjóri S.S.S. hefur fengið tilboð frá Sesselju Árnadóttur lögfræðingi hjá KPMG vegna vinnu við breytingar á samþykktum Svæðisskipulags Suðurnesja vegna sameiningar Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs.
Stjórn Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja samþykkir tilboð og felur framkvæmdastjóra S.S.S. að láta uppfæra samþykktir.  Verða þær lagðar  fyrir Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja til formlegra samþykkta að því loknu.

3. Málþing um íbúaþróun, minnisblað dags. 09.02.2018.

Minnisblað verkefnahóps málþingsins lagt fram og rætt. Svæðisskipulagsnefndin er sammála um að málþingið hafi tekist vel og sé gott innlegg í samtal sveitarfélaganna í samtal um íbúaþróun á vaxtatíma á Suðurnesjum.
Nefndin leggur áherslu á að það eru fleiri en sveitarfélögin sem þurfa að koma að þessu verkefni svo sem ríkisvaldið og þeir aðilar á markaði sem koma að uppbygginu íbúðahúsnæðis. Mikilvægt er að aðilar komi sér saman um nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við þeirri krefjandi stöðu sem nú er á Suðurnesjum og þeim vexti sem fyrirsjáanlegur er á næstu árum.

Með vextinum aukast tekjur bæði ríkis og sveitarfélaga og mikilvægt er að þeir fjármunir skili sér í nauðsynlegar aðgerðir og þjónustu á svæðinu. Forgangsverkefni á vegum ríkisins er að auka fjárframlög til löggæslu, heilbrigðisþjónustu, samgangna, framhalds-og háskólamenntunar til samræmis við þær breytingar sem hafa orðið. Forgangsverkefni sveitarfélaganna er að tengja saman fyrirtæki sem eru að fá fjölda erlendra starfsmanna og leigufélögin. Efla samgöngur, ekki síst almenningssamgöngur. Stuðla að auknu framboði ýmiskonar þjónustu, í öllum hverfum og byggðakjörnum.
Önnur verkefni taka lengri tíma og stefnumótun. Mikilvægt að skilgreina hvaða verkefni eru brýnust og hægt að taka ákvarðanir strax með þær upplýsingar sem við höfum. Skilgreina hvaða verkefni eru til meðallangs tíma og krefjast samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Einnig að skilgreina hvaða verkefni eru langtíma stefnumótunarverkefni. 
Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir litlu húsnæði til skamms tíma og sveitarfélögin þurfa að bregðast við því og skorar Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja á skipulagsyfirvöld í  hverju sveitarfélagi til að taka til skoðunar hvort og þá hvernig þau geti tekist á við slíka uppbyggingu.

4. Vatnsvernd.

Skýrsla frá ÍSOR lögð fram en hún var unnin fyrir HS-Orku síðasta sumar. HS-Orka hefur verið að skoða svæði sunnan Reykjanesbrautar og austan Grindavíkurvegar til upptöku neysluvatns.

Fram kemur í skýrslunni að svæðið við Arnarsetur sé áhugavert til frekari skoðunar. Jarðfræðingar hafa farið eina vettvangsferð á svæðið og önnur ferð er fyrirhuguð þegar snjóa leysir. Fyrst og fremst er verið að leita að vatnsgefandi sprungum. Þegar valin hafa verið svæði til frekari skoðunar er næsta verk að bora könnunarholu ofan í ferskvatnlagið og meta afköst.

5. Önnur mál.

Ekki fleiri mál tekin fyrir.

Fundi slitið kl. 17:10.

 

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *