Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

505. fundur SSS 24. september 2002

Árið 2002, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 24. september kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

   Sigurður Jónsson setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.

1. Stjórn skiptir með sér verkum:
    formaður: Böðvar Jónsson
    varaform. Óskar Gunnarsson
    ritari:  Jón Gunnarsson

Böðvar Jónsson tók við stjórn fundarins

2. Ályktanir nýliðins aðalfundar SSS. Framkvæmdastjóra falið að senda ályktanirnar.

3. Kjör í stjórnir og nefndir.
Launanefnd SSS: Aðalmenn: Sigurður Jónsson
     Hörður Guðbrandsson
     Óskar Gunnarsson
     Varamenn: Böðvar Jónsson
     Jón Gunnarsson

Öðrum tilnefningum frestað til næsta fundar.

4. Bréf dags. 11/9 ´02 frá Gerðahreppi ásamt bókun “hreppsnefnd Gerðahrepps vekur athygli á því hve þörfin er orðin mikil fyrir úrbætur í málefnum aldraðra á Suðurnesjum.  Þessi vandi kallar á frekari umræður meðal sveitastjórna á Suðurnesjum til að hægt verði að vinna að úrbótum”. Lagt fram.

5. Bréf dags. 15/8 ´02 frá Sandgerðisbæ varðandi skipan í stjórnir heilsugæslustöðva, sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, ásamt bréfi frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Frestað til næsta fundar.

6. Bréf dags. 22/8 ´02 frá Landbúnaðarráðuneytinu varðandi reglugerð um búfjáreftirlitssvæði og framkvæmd eftirlits ásamt drögum Búfjáreftirlitssvæða sveitarfélaga.  Sveitarfélögin hafa afgreitt þetta erindi hvert fyrir sig, stjórnin tekur því ekki afstöðu til málsins.

7. Bréf dags. 23/8 ´02 frá Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum varðandi námskeið og afturvirkar launagreiðslur. Lagt fram.

8. Bréf dags. 17/7 ´02 frá Sandgerðisbæ ásamt bréfi frá Brunamálastofnun varðandi tilnefningu eins aðila sem er ábyrgur fyrir skýrslugerð um samvinnu slökkviliða,  þar er Guðjón Guðmundsson tilnefndur. Sent stjórn B.S. til afgreiðslu.

9. Bréf dags. 22/8 ´02 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi XVII. landsþing sambandsins sem haldið verður 25. – 27. september nk. Lagt fram.

10. Bréf dags. 6/9 ´02 frá Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur varðandi könnun um Hagi og líðan ungs fólks. Stjórnin telur rétt að lengra líði milli úttekta.

11. Bréf dags. 18/9 2002 frá Þroskahjálp á Suðurnesjum varðandi styrk vegna 25 ára afmælis Þroskahjálpar. Stjórnin samþykkir að sveitarfélögin á Suðurnesjum styrki verkefnið á vetvangi SSS um kr. 100.000.- og tekið af liðnum sérstök verkefni.

12. Sameiginleg mál. 
Næsti fundur ákveðinn 8. október

Ákveðið að bjóða samgöngunefnd Alþingis í heimsókn til Suðurnesja.

  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20    
 

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *