Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

691. fundur S.S.S 11.Júní 2015

Árið 2015, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 11. júní, kl. 17:15 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mættir eru: Gunnar Þórarinsson, Einar Jón Pálsson, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:.

1. Tölvupóstur dags. 30.04.2015 frá Önnu Sigurðardóttur, f.h. Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.  Beiðni um tilnefningu.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefnir Einar Jón Pálsson og til vara Ingþór Guðmundsson í fulltrúaráð EBÍ.

2. Tölvupóstur dags. 03.06.2015 frá Atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu atvinnu- og samfélags á Suðurnesjum, 384.mál. http://www.althingi.is/altext/144/s/0513.html
Stjórn S.S.S. fagnar áhuga á eflingu atvinnulífs og samfélags á Suðurnesjum og er tilbúin til að taka þátt í slíku samstarfi.

3. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra nr. 98, dags. 27.05.2015.
Lögð fram.

4. Fundargerð Heklunnar nr. 43, dags. 29.05.2015.
Lögð fram.

5. Fundargerð Reykjanes Jarðvangs nr. 18, 29.05.2015.
Lögð fram.

6. Afrit af bréfi til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra dags. 29.05.2015 – úthlutun fjármuna til brýnna verkefna á ferðamannastöðum 2015.
Stjórn S.S.S. harmar að fjármunum hafi ekki verið úthlutað til verkefna á Suðurnesjum og tekur undir ályktanir stjórna Reykjanes jarðvangs og Heklunnar frá 29.maí s.l. þar sem skorað er á stjórnvöld að bæta úr þessu.

7. Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja nr. 1, dags. 20.05.2015.
Lögð fram.

8. Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja nr. 2, dags. 01.06.2015.
Lögð fram.

9. Fundargerð 3. ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja, dags., 06.05.2015.
Lögð fram.

10. Sóknaráætlun Suðurnesja 2015-2019.
Fyrsti fundur Samráðsvettvangs vegna Sóknaráætlunar Suðurnesja var haldinn fimmtudaginn 4.júní.  Alls mættu 26 aðilar, þar af 5 kjörnir fulltrúar eða 19,23%.  Vinnuframlag fundarins verður tekið saman og sett inn í Sóknaráætlun Suðurnesja 2015-2019.

Stjórn S.S.S. þakkar þátttakendum fyrir innlegg sitt til Sóknaráætlunar og samþykkir að hún verði send stjórn S.S.S. með rafrænum hætti til samþykktar.

11. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 01.06.2015, fundarboð á fund umhverfis- og samgöngunefndar vegna fjögurra ára samgönguáætlunar 2014-2018.
Fulltrúar sveitarfélaganna voru boðaðir á fund nefndarinnar.  Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum lögðu áherslu á uppbyggingu Helguvíkurhafnar og og viðhald hafna í Grindavík og Sandgerði, í samræmi við Svæðisskipulag Suðurnesja.  Jafnframt var lögð áhersla á viðhald vega á Suðurnesjum.

12. Almenningssamgöngur.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkir að verð á nemakortum haldist óbreytt.  Framkvæmdastjóra falið að vinna að útfærslu í samstarfi við Strætó b.s.

Lagðar voru fram farþegatölur fyrstu 4 mánuði ársins.

13. Önnur mál.
Næsti fundur stjórnar verður haldinn miðvikudaginn 19.ágúst kl.8:00.

Lagt er til að aðalfundur S.S.S.verði haldinn 2.-3.október 2015 í Reykjanesbæ.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25.
 

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *