Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

715. stjórnarfundur SSS 10. maí 2017

Árið 2017, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 10. maí, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

1. Öldungaráð Suðurnesja heimsókn fulltrúa stjórnar ÖS.
Fulltrúar Öldungaráðs Suðurnesja þau Sigurður Jónsson, Erna Sveinbjarnardóttir, Eyjólfur Eysteinsson og Jórunn Guðmundsdóttir komu á fund stjórnar S.S.S.  Erna Sveinbjarnardóttir flutti stutta tölu en áhersluefnin Öldungaráðsins eru bætt heimahjúkrun, heimaþjónusta og uppbygging á hjúkrunarheimilum.  Eyjólfur lagði áherslu á nauðsyn þess að sveitarfélögin standi saman þegar kemur að því að óska eftir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum en ekki er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili á næstu 5 árum í gögnum Heilbrigðisráðherra.  Jórunn sagði frá verkefninu „Brúum bilið“.  Að lokum þakkaði Sigurður fyrir þjónustuna sem sveitarfélögin á Suðurnesjum veita nú þegar.

Stjórn S.S.S. þakkar Öldungaráðinu fyrir góða heimsókn.

2. Ársreikningur S.S.S. vegna ársins 2016.
Guðni Gunnarsson endurskoðandi frá Íslenskum endurskoðendum kom á fundinn og fór yfir ársreikning Sambandsins ásamt endurskoðunarskýrslu.

Ársreikningur Sambandsins vegna ársins 2016 samþykktur samhljóða.

3. Tölvupóstur dagsettur 21.apríl 2017 frá Skrifstofu sveitarfélaga og réttinda einstaklinga, v. aukinna framlaga til Sóknaráætlunarsamninga árið 2017.
Fram kemur í tölvupóstinum að ráðherra byggðamála hafi ákveðið að fjármagn verði aukið til Sóknaráætlunarsamninga landshlutasamtakanna.  Heildarfjáraukning er 100 mkr., fer úr 630,7mkr. í 730,7, mkr. Við skiptingu fjármagnsins er notað sama reiknilíkan og notað var við gerð samningsins.  Hlutur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hækkar því um kr.12.417.557 kr.,-

Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að leggja fram tillögur fyrir næsta stjórnarfund.

4. Tölvupóstur dags. 26.04.2017 frá Guðjóni Bragasyni, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Efni: Farþega- og farmflutningar úr nefnd – Samantekt. 
Lagt fram.

5. Fundargerð Heklunnar nr. 56, dags. 7.apríl 2017.
Lagt fram.

6. Fundargerð Reykjanes Geopark nr. 35. dags. 7.apríl 2017.
Lagt fram.

7. Aðalfundur S.S.S. – undirbúningur.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn daganna 29.-30. September.  Fundað verður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

8. Önnur mál.
Ekki fleira tekið fyrir.

Næsti fundur stjórnar verður miðvikudaginn 14. júní kl. 8:00
 

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *