Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

730. stjórnarfundur SSS 11. apríl 2018

Árið 2018, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 11. apríl, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

1. Ársreikningur SSS vegna ársins 2017 – Gestur: Guðni Gunnarsson frá Íslenskum endurskoðendum.

Guðni Gunnarsson endurskoðandi frá Íslenskum endurskoðendum kom á fundinn og fór yfir ársreikning Sambandsins ásamt endurskoðunarskýrslu.

Ársreikningur Sambandsins vegna ársins 2017 samþykktur samhljóða.

Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að ganga frá formlegum samningi við framkvæmdastjóra S.S. og H.E.S. vegna lífeyrisskuldbindinga þeirra félaga er hvíla á S.S.S.

2. Atvinnuleysi á Suðurnesjum – Gestur: Hildur Jakobína Gísladóttir, Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum.

Hildur Jakobína Gísladóttir mætti á fund stjórnar og fræddi stjórn S.S.S. um fjölda þeirra sem væru í atvinnuleit. Vinnumarkaðurinn á Suðurnesjum er alls 15.280 manns en það fjölgaði um 1.750 á milli áranna 2016-2017. Í mars 2017 voru 346 á atvinnuleysisskrá en í lok febrúar 2018 voru 465 skráðir á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum. Eins og staðan er núna eru 79 manns búin að vera 12 mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá. Forstöðumaðurinn sagði frá þeim verkefnum sem eru að fara af stað á svæðinu. Stjórn S.S.S. þakkar Hildi greinargóða kynningu. 

Greinilegt er að styrkja þarf skrifstofu Vinnumálastofnun á Suðurnesjum til að takast á við þá fordæmalausu stöðu sem er á svæðinu.  Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra S.S.S. að bóka fund með forstjóra Vinnumálastofnunnar.

3. Breytingar á samþykktum S.S.S. og Atvinnuþróunar Suðurnesja vegna sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðis.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum bárust erindi dags. 26.01.2018 frá undirbúningsstjórn vegna sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.  Farið var fram á að erindin yrðu lögð fram á næsta stjórnarfundi, þar sem rætt verði til hvaða ráðstafana þurfi að grípa í ljósi þeirra breytinga sem sameining sveitarfélagananna  hefði í för með sér.  Erindin voru lögð fyrir á stjórnarfundi SSS nr. 728.  Var framkvæmdastjóra SSS falið að undangengnu tilboði að fá Sesselju Árnadóttur lögfræðing til að yfirfara samþykkir eftirfarandi félaga:

a) Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. leggur til að gerð verði breyting á 1. mgr. 6.gr. samþykkta S.S.S. og lagðar fyrir á næsta aðalfundi og hljóðar eftirfarandi:
Stjórn sambandsins sem annast málefni þess á milli funda, skal skipuð fjórum mönnum og fjórum til vara, sem tilnefndir eru af sveitarstjórnarmönnum, einn frá hverri, og skulu tilnefningar liggja fyrir á aðalfundi.  Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.

b) Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja – Heklan (erindisbréf).
Erindisbréf fyrir Hekluna verður uppfært á næsta aðalfundi S.S.S. en gert verður ráð fyrir því að fulltrúar sveitarfélagana í stjórn verði 4, einn frá hverju sveitarfélagi.

c) Markaðsstofu Reykjanes.
Samþykktir Markaðsstofu Reykjanes verða uppfærðar á næsta aðalfundi Markaðsstofu Reykjaness en gert verður ráð fyrir því að fulltrúar sveitarfélagana í stjórn verði 4, einn frá hverju sveitarfélagi.

Stjórn S.S.S. vísar skjalinu þar sem fram koma tillögur að breytingum á samþykktum samstarfsverkefna til hlutaðeigandi samstarfsverkefnanna.

4. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra nr. 113, dags. 22.02.2018.

Lagt fram.

5. Minnisblað frá vinnuhópi landshlutasamtakanna vegna almenningssamgangna.

Stjórn S.S.S. þykir miður að ekki hafi verið haft samband við stjórn áður en endanlegt minnisblaðið var lagt fram.  Varðandi tillögur að næstu skrefum getur stjórn S.S.S. tekið undir tillögur með þeirri undantekningu þó að stjórn S.S.S. hugnast ekki að stofnað verði sérstakt fyrirtæki um rekstur Strætó á landsbyggðinni.

6. Almenningssamgöngur – samantekt frá Logos.

Stjórn S.S.S. felur Logos að halda áfram málarekstri fyrir hönd S.S.S.

7. Önnur mál.

Samstarfssamningur Markaðsstofu Reykjaness og Ferðamálastofu lagður fram og ræddur.  Stjórn S.S.S. telur þennan samning óásættanlegan fyrir svæðið. Þessi lækkun milli ára hefur orðið til þess að segja þarf upp öðrum starfsmanni Markaðsstofunnar. Framkvæmastjóra falið að boða Ferðamálastjóra á fund stjórnar S.S.S.

Næsti fundur stjórnar verður 9. maí kl. 08:00.

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *