Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

738. stjórnarfundur SSS 21. nóvember 2018

Árið 2018, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 21. nóvember, kl. 15:30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Einar Jón Pálsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Bréf dags. 1. nóvember 2018, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varðar: endurtilnefningu í samstarfshóp um eflingu fagþekkingar, bætta hönnun og samræmingu í merkingum á ferðamannastöðum.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt Þuríði H. Aradóttur Braun sem aðalmann í samstarfhóp um eflingu fagþekkingar, bætta hönnun og samræmingu á ferðamannastöðum. Eggert Sólberg Jónsson er tilnefndur til vara.
Samþykkt.

2. Tölvupóstur dags. 17. október 2018, frá Sveitarfélaginu Vogum. Varðar: tilnefning í öldungaráð.

Stjórn S.S.S. tekur undir sjónarmið Sveitarfélagsins Voga um að skoðað verði hvernig einfalda megi skipan í öldungaráð, svo ekki verði starfandi 3-4 mismunandi öldungaráð á Suðurnesjum.

3. Erindi ódags. frá Björk Guðjónsdóttir f.h. samstarfshóps í menningarmálum á Suðurnesjum.

Stjórn S.S.S. tekur undir ábendingu samstarfshópsins um að tímabært sé að endurskoða sameiginlega menningarstefnu sveitafélagnanna. Jafnframt er lagt til að verkefnið verði hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja.

Stjórn S.S.S. óskar eftir viðbrögðum aðildar sveitarfélaganna gagnvart verkefninu svo hægt sé að hefjast handa eins fljótt og hægt er.

4. Umsögn S.S.S. um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019., dags. 10.10.2018.

Framkvæmdastjóri sendi inn umsóknina til Fjárlaganefndar Alþings þann 10. október s.l.

5. Fundargerðir stjórnar Reykjanes Geopark.

a) Fundargerð nr. 46, dags. 05.10.2018.

b) Fundargerð nr. 47, dags. 05.11.2018.

Lagt fram.

6. Fundargerð stjórnar Heklunnar nr. 67, dags. 05.10.2018.

Stjórn S.S.S. tekur undir með stjórn Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness um athugasemdir vegna málsmeðferðar á úthlutun styrkja til svæðisbundinnar þróunar. Fram kom í máli Framkvæmdastjóra S.S.S. að lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra vegna málsmeðferðar og úthlutunnar Ferðamálastofu.

7. Þjónustuhópur aldraðra, fundargerð nr. 117, dags. 24.08.2018.

Könnun á heilsu og líðan aldraðra á Suðurnesjum er eitt af átaksverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja. Niðurstaða úr könnuninni liggur fyrir. Framkvæmdastjóra falið að óskar eftir kynningu á verkefninu frá Maskínu á næsta fundi stjórnar.

8. Önnur mál.
Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.

Stjórn S.S.S. hefur fundað á milli stjórnarfunda um málið. Stjórnin og formenn bæjarráða á Suðurnesjum áttu sameiginlegan fund með Vegamálastjóra og starfsmönnum Vegagerðarinnar í gær. Lögð var fram tillaga að lausn sem er í skoðun hjá Vegagerðinni.

Fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019. 

Lögð fram og samþykkt

Ekki liggur fyrir fjárhagsáætlun Brunavarna Suðurnesja og Almannavarna Suðurnesja. Framkvæmdastjóra falið að senda fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir til aðildarsveitarfélaganna. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20.

 

0 Comments

There are no comments yet

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *