fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

600. fundur SSS 28. ágúst 2009

Árið 2009, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 28. ágúst kl.13.00 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Garðar K. Vilhjálmsson,  Laufey Erlendsdóttir,  Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson,  Gunnar Már Gunnarsson,  Guðjón Guðmundsson  og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Árshlutareikningur SSS  01.01.09 – 30.06.09.  Anna B. Geirfinnsdóttir endurskoðandi kom á fundinn og útskýrði árshlutareikninginn. Stjórn SSS samþykkir árshlutareikning SSS. 

2. Tölvubréf  dags. 25/6 ´09 frá Önnu G. Björnsdóttur varðandi lýðræðismál á dagskrá aðalfunda landshlutasamtaka.  Ákveðið að hafa lýðræðismál á dagskrá aðalfundarins.

3. Bréf dags. 17/7 ´09 frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga varðandi lýðræðismál í sveitarfélögum og málþing sem haldið var 19. ágúst sl. Framkvæmdastjóri sagði frá málþinginu sem hann sat.

4. Bréf dags. 21/8 ´09 frá Sv. Vogum, varðandi Reykjanes Express.  Í bréfinu kemur fram að  bæjarráð samþykkir samgöngukortið.

5. Bréf dags. 16/7 ´09 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ásamt boði á 54. Fjórðungsþing Vestfirðinga 4. – 5. september nk.

6. Bréf dags. 3/7 ´09 frá Eyþingi ásamt tilkynningu um aðalfund Eyþings 2009

7. Bréf dags. 8/6 ´09 frá Sv. Garði þar sem tilkynnt er um nýja fulltrúa í stjórn SSS og BS.
   Í stjórn SSS aðalmaður : Laufey Erlendsdóttir
     varamaður: Oddný Harðardóttir
   Í stjórn BS aðalmaður: Laufey Erlendsdóttir
     varamaður: Brynja Kristjánsdóttir

8. Bréf dags. 3/6 ´09 frá SHÍ  sem er kynningar-og upplýsingabréf Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. Lagt fram.

9. Bréf dags. 15/6 ´09 frá Ljósanæturnefnd  ásamt ósk um fjárhagslegan styrk að upphæð kr. 250.00.-.  Erindinu hafnað.

10 Bréf dags. 4/8  2009 frá Allsherjarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149.mál, persónukjör. Lagt fram.

11. Bréf dags. 24/8 ´09 frá Sjávarútvegsnefnd- og landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, 147. mál, matvælalöggjöf, EES-reglur. Lagt fram.

12.    Sameiginleg mál.
Ákveðið að halda aðalfund SSS 17. október nk.

         Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.20