Uppbyggingarsjóður úthlutar styrkjum | SSS

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur það að markmiði að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins.
Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sjóðurinn auglýsir styrki til umsóknar ár hvert.

 • Ragnar Guðmundsson formaður
 • Fríða Stefánsdóttir
 • Margrét Soffía Björnsdóttir (Sossa)
 • Brynja Kristjánsdóttir
 • Jón Emil Halldórsson
 • Jóngeir Hlinason
 • Davíð Páll Viðarsson

Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir og auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum einu sinni á ári.

Um sjóðinn
Regur sjóðsins
Úthlutanir

Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og fyrirtækja á Reykjanesi við að markaðssetja Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Helsta hlutverk markaðsstofunnar er að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu á Reykjanesi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

Meðal verkefna sem markaðsstofan sinn er er að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi, vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út. Markaðsstofan aðstoðar hagsmunaaðila við að samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins, tekur saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu og stuðlar að nýsköpun í ferðaþjónustunni á svæðinu ásamt því að veita aðstoð og ráðgjöf.

 • Kjartan Már Kjartansson formaður
 • Fannar Jónasson
 • Sigrún Árnadóttir
 • Magnús Stefánsson
 • Ásgeir Eiríksson
 • Guðjón Skúlason
 • Marta Jónsdóttir
 • Brynhildur Kristjánsdóttir

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum.
Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó á Reykjanesi og þar er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur.

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreifanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes Geopark er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar ólíkar eldstöðvar m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Geopark er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar.

Stjórn Reykjanes Geopark er skipuð sjö einstaklingum og sjö eru skipaðir til vara. Stjórnin er skipuð til eins árs í senn. Þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Hér má sjá fundargerðir stjórnar

STJÓRN REYKJANES GEOPARK 2018-2019

 • Ásgeir Eríksson, formaður (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Magnús Stefánsson (f.h. Suðurnesjabæjar)
 • Sigurgestur Guðlaugsson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Fannar Jónasson, formaður (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Berglind Kristinsdóttir (f.h. Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja)
 • Kristín Vala Matthíasdóttir (f.h. HS Orku)
 • Árni Sigfússon (f.h. Bláa Lónsins)

Í varastjórn eiga sæti:

 • Kjartan Már Kjartansson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Jón Þórisson (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Bergur Álfþórsson (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Rakel Ósk Eckard (f.h. sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs)
 • Hanna María Kristjánsdóttir (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sindri Gíslason (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sigrún Elefsen (f.h. Ferðamálasamtaka Reykjaness)

Reykjanesskaginn er ungur hluti Íslands. Reykjanes Geopark er 829 km2. Hann er þurrlendishluti Mið- Atlantshafshryggjarnins, mjög eldvirkur eins og neðansjávarhlutinn. Út frá honum rekur tvær jarðskorpuplötur (-fleka) í gagnstæðar áttir, að meðaltali 2,0-2,5 cm á ári.

Á skaganum er að finna mörg móbergsfjöll og -fell frá jökulskeiðum á síðari hluta kvarteru ísaldarinnar, og enn fremur hraun og eldstöðvar af hlýskeiðum, einkum nútíma (sl. 11.500 ár).

Verkefnastjóri er Daníel Einarsson

Við styðjum bæði við ný sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki í nýsköpun.

Stuðningur við frumkvöðla felst m.a. í leigu á aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey en einnig er boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, markaðsáætlana og veita viðtöl og ráðgjöf til þess að fylgja nýsköpunarverkefnum eftir.

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra fyrir frumkvöðla.

Hægt er að panta viðtal hér.

Verkfærakista frumkvöðulsins

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/verkfaerakista-frumkvodulsins

Fjárfestakynningar

How To Create A Great Investor Pitch Deck For Startups Seeking Financing: https://www.forbes.com/sites/allbusiness/2017/03/04/how-to-create-a-great-investor-pitch-deck-for-startups-seeking-financing/#4ca34c782003

Linkar linkar með mjög góðum sýnidæmum(hægt að fletta glærunum):

30 Legendary Startup Pitch Decks And What You Can Learn From Them: https://piktochart.com/blog/startup-pitch-decks-what-you-can-learn/

35 Best Pitch Decks From 2017 That Investors Are Talking About: https://www.konsus.com/blog/35-best-pitch-deck-examples-2017/

Flott samantekt á lyftukynningu – Make your Pitch Perfect: The Elevator Pitch: https://www.youtube.com/watch?v=bZTWx2bftaw

Gott dæmi um stutta, hnitmiðaða kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=i6O98o2FRHw

Lýsið hugmyndinni í 1-2 setningum, – fínt reyna að fylla inn í þetta: http://nmi.is/media/391514/leidarvisir-fyrir-frumkvodla_fillable-form.pdf

Markaðssetning

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/markadsmal

Frumlegar leiðir til að markaðssetja fyrirtæki

asdf

#

Uppbyggingarsjóður úthlutar styrkjum

Prenta

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2021. Auglýst var eftir styrkumsóknum í október sl. Umsóknir sem bárust voru samtals 72 talsins og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 193 milljónir króna. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 45.650.000 til 39 verkefna.

Skiptingin milla flokka er með þessum hætti:
Menning og listir fá úthlutað kr. 20.350.000
Atvinnu- og nýsköpun fær úthlutað kr. 25.300.000
Menningarverkefnið Ferskir Vindar er með þriggja ára samning og fær nú kr. 2.000.000.

Verkefnið lýtur að samantekt á ritverkum Hilmars Jónssonar, rithöfundar , koma þeim fyrir á heimasíðu í hans nafni sem verður aðgengilegt öllum. Hilmar var m.a. var listamaður Keflavíkur árið 1994.

Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð kr. 250 þús.

Nr. 2. Nýárstónleikar frá kirkjum og náttúru Suðurnesja. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Rúnar Hilmarsson. Flokkur: Menning.

Verkefnið er samstarfsverkefni nokkurra aðila sem ætla að flytja Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum hátíðartónleika heim í stofu.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 400 þús.

Nr. 3. Sögur sagðar í Sjólyst. Umsækjandi og verkefnastjóri: Erna M. Sveinbjarnardóttir. Flokkur: Menning.

Verkefnið lýtur að kynningarefni um líf og starf Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst og það samfélag sem þá var.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 300 þús.

Nr. 4. Vogar TV Vogabúinn. Umsækjandi: Davíð Harðarson. Verkefnastjóri: Guðmundur Kristinn Sveinsson. Flokkur: Menning.

Verkefnið lýtur að menningartengdu viðburðum í sveitarfélaginu Vogum ásamt kynningarefni.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þús.

Nr. 5. Fyrsti kossinn. Umsækjandi og verkefnastjóri: Brynja Ýr Júlíusdóttir. Flokkur: Menning.

Verkefnið er í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og lýtur að söngleik með tónlist bæði eftir Rúnar Júlíussonn og tónlist sem tengist honum.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þús.

Nr. 6. Inneignar- og upplýsingakerfi fyrir alþjóðaflugvelli. Umsækjandi og verkefnastjóri: Sigurpáll Jóhannsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Afurðin verður smáforrit (App) sem mun bæta upplifunina af seinkun eða frestun á flugi á alþjóðavísu fyrir farþega, með ákveðinni upplýsingamiðlun.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þús.

Nr. 7. Allra veðra von sirkussýningar og smiðjur á Suðurnesjum. Umsækjandi: Hringleikur sirkuslistafélag. Verkefnastjóri: Eyrún Ævarsdóttir. Flokkur: Menning.

Markmið er að auka við menningarflóru Suðurnesja með fjölbreyttum sirkuslistum, vinnustofum og sýningum.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700 þús.

Nr. 8. Lest we forget. Umsækjandi og verkefnastjóri: Guðmundur Magnússon. Flokkur: Menning.

Heimildarmyndin segir sögu bandarískrar sprengjuflugvélar sem fórst í dimmviðri á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700 þús.

Nr. 9. Merking gamalla húsa í Garðinum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Ásgeir Magús Hjálmarsson. Flokkur: Menning.

Markmið verkefnisins er að varðveita og skrásetja sögu gamalla hús í sveitarfélaginu Garði í Suðurnesjabæ.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús.

Nr. 10. KONA forntónlistarhátíð Sjókonur og snillingar. Umsækjandi: Kammerhópurinn Reykjavík- Barokk. Verkefnastjóri: Anna Hugadóttir. Flokkur: Menning

Markmiðið er að varpa ljósi á íslenskan þjóðlaga- og kvæðaarf, atvinnusögu íslenskra kvenna og kventónskáld barokktímans í samstarfið við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús.

Nr. 11. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar Tónleikaröð. Umsækjand og verkefnastjóri: Halldór Lárusson. Flokkur: Menning.

Markmiðið með verkefninu er að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ og Suðurnesjum, styrkja íslenskt tónlistarlíf og jazzlistamenningu á Íslandi.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús.

Nr. 12. Soð-upplifun á Reykjanesi. Umsækjandi og verkefnastjóri: Kristinn Guðmundsson. Flokkur. Menning.

Verkefnið er Soð-upplifun á Reykjanesi þar sem Soðið mun bjóða upp á martarleikhús, víðsvegar í náttúru Reykjaness.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús.

Nr. 13. Samkomuhúsið Kirkjuhvoll. Umsækjandi: Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps. Verkefnastjóri: Bjarki Þór Wíum. Flokkur: Menning.

Markiðið er að gera Kirkjuhvol upp og færa í upprunalegt horf. Samkomuhúsið var byggt árið 1932 og verður saga hússins og notenda þess varðveitt.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús.

Nr. 14. Sögubók. Umsækjandi og verkefnastjóri: Arnar Stefánsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefnið lýtur að þróun á kerfi fyrir fleiri möguleika í bókargerð þar sem barn getur eignast sérhannaða bók með andliti sínu ásamt nafni sem á að efla áhuga ungra barna til lestur og lesskilnings. (sogubok.is)

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús.

Nr. 15. Uppbygging á Bakka. Umsækjand: Minja- og sögufélag Grindavíkur. Verkefnastjóri: Örn Sigurðsson. Flokkur: Menning.

Með verkefninu er haldið áfram við uppbyggingu elstu uppistandandi sjóverbúðar á Suðurnesjum. Húsið hefur verið gert upp utanhúss, hér er verið að styrkja uppbyggingu innanhúss.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 16.Vita- sjóslysasýning við Reykjanesvita. Umsækjandi: Hollvinasamtök reykjanesvita og nágrennis. Verkefnastjóri: Eiríkur P. Jörundsson. Flokkur: Menning.

Markmið er að vekja athygli á merkri sögu Reykjanesvita og sjóslysa sem voru ástæða þess að viti var reistur á þessum stað árið 1878 og var fyrsti viti landsins.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1.000.000.

Nr. 17. Suður með sjó. Umsækjandi og verkefnastjóri: Páll Hilmar Ketilsson. Flokkur: Menning.

Verkefnið er að vekja athygli á Suðurnesjum og fjölbreyttu atvinnulífi og menningu svæðisins.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 18. Listaverkastígur. Umsækjandi: Suðurnesjabær. Verkefnastjóri: Bergný Jóna Sævarsdóttir. Flokkur: Menning.

Tilgangur Listaverkastígsins er að færa listina nær íbúum, nemendum og gestum Suðurnsjabæjar.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 19. Barnamenning í Reykjanesbæ. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Guðlaug María
Lewis. Flokkur: Menning.

Verkefnið lýtur að því að skapa vettvang fyrir fjölskyldur á Suðurnesjum til að njóta listsköpunar barna með skemmtilegum viðburðum og sýningarhaldi, þeim að kostnaðarlausu.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 20. Rannsóknir á safneign Listasafns Reykjanesbæjar. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Helga Arnbjörg Pálsdóttir. Flokkur: Menning.

Markmið verkefnisins er að rannsaka og yfirfara upplýsingar um safneign Listasafnsins, auk þess að kynna menningarstarfsemi og sýna menningararfleifð.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja

Nr. 21. Hlaðan Skjaldbreið. Umsækjandi: Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps. Verkefnastjóri: Helga Ragnarsdóttir. Flokkur: Menning.

Markmiðið er að vernda fornt byggingarlag og viðhalda hlöðunni Skjaldbreið og sögunni sem liggur að baki byggingu hennar og notkun.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 22. Gargandi gleði. Umsækjandi og verkefnastjóri: Halla Karen Guðjónsdóttir. Flokkur: Menning.

Markmið verkefnisins er að kynna leiklist, framkomu og söng fyrir börnum, með því að efla sjálfstraust þeirra og samskiptafærni.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 23. Björgunarnet Stakkur. Umsækjandi: Sæmundur Heimir Guðmundsson. Verkefnastjóri: Jón Helgason. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefnið lýtur að öryggi allra þeirra sem sækja eða vinna við jarðböð og aðra staði þar sem ekki sést til botns. Verkefnið mun einfalda leit og björgun.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 24. Litla brugghúsið. Umsækjandi: Litla brugghúsið. Verkefnastjóri: Guðjónína Sæmundsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefninu er ætlað að styrkja ferðaþjónustu, auka framboð á afþreyingu og efla menningu á svæðinu.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 25. Tjaldarnir okkar njósnir í nærumhverfi. Umsækjandi: Þekkingarstur Suðurnesja. Verkefnastjóri: Sölvi Rúnar Vignisson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Markmið verkefnisins er að kortleggja far og lífshætti valinna tjaldapara sem búa á Suðurnesjum. Að gefa grunnskólanemendum á Suðurnesjum tækifæri til að taka þátt i raunverulegri vísindarannsókn á sviði fuglafræði.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 26. Flókasokkar. Umsækjandi: Móbotna ehf. Verkefnastjóri: Ágústa Kristín Grétarsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefninu er ætlað að auka virði íslensku ullarinnar með nýsköpun, sjálfbærni og öflugri markaðssetningu. Móbotnar sérhæfa sig í útivistarvörum úr íslenskri ull beint frá bónda.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 27. Eye On Iceland. Umsækjandi: EYE ON ehf. Verkefnastjóri: Einar Már Atlason. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Megin tilgangur verkefnisins er að ýta undir vöxt ferðamennsku með aukinni landkynningu í formi sem ekki hefur tíðkast áður.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 28. Geopark Ultra. Umsækjandi: Reykjanes jarðvangur ses. Verkefnastjóri: Daníel Einarsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefnið lýtur að víðavangshlaupi í Reykjanes UNESCO Global Geopark. Aðdráttarafl náttúrunnar er ósvikið á Reykjanesi, en aðalsmerki þessa viðburðar er að hlaupa yfir jarðfræðileg landamæri Evrópu og Ameríku, yfir brúnna milli heimsálfa.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 29. Markaðssetning á TARAMAR húðvörunum í Asíu. Umsækjandi: Taramar SEEDS ehf. Verkefnastjóri: Guðrún Marteinsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Húðvörurnar eru sérstakar að því leyti að þær eru handgerðar úr íslensku vatni, þangi og lækningajurtum, eru afburða hreinar og hafa sjáanleg og jákvæð áhrif á húð. Þær eru framleiddar í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sandgerði.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 30. Popp og Co. Umsækjandi og verkefnastjóri: Trausti Arngrímsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Tilgangur verkefnnisins er að Þróa, framleiða og markaðssetja fjölbreytt úrval af íslensku sælkerapoppi og bæta þannig stoðir undir matvælaframleiðslu á Suðurnesjum.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 31. Táraborg. Umsækjandi og verkefnastjóri: Dagný Gísladóttir. Flokkur: Menning.

Markmið verkefnisins er að skrásetja einstakan viðburð í sögu Suðurnesja með því að taka viðtöl við þá einstaklinga sem sóttu hina örlagaríku jólatrésskemmtun í samkomuhúsinu Skildi árið 1935 þegar eldur varð laus og 10 manns létust.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 32. Öðuskel rannsóknnir og nýting á Suðurnesjum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Halldór Pálmar Halldórsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Markmið verkefnisins er að kanna hvernig best sé að nýta öðu á Suðurnesjum til manneldis og útflutnings með tilliti til árstíma og innihalds snefilefna og þá fyrst og fremst kadmíns.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.

Nr. 33. Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar. Umsækjand: Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Verkefnastjóri: Arnbjörn Ólafsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Markmið verkefnisins er að skapa grundvöll fyrir nýsköpun, fræðslu, tengslamyndun, samstarfsverkefni og vöruþróun fyrir einstaklinga, einyrkja og fyrirtæki sem tengjast ferðajónustu á Suðurnesjum.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.

Nr. 34. Rafræn útgáfa á samtímaóperunni „Góðan daginn, frú forseti“. Umsækjandi: DreamVoices ehf. Verkefnastjóri: Alexandra Chernyshova. Flokkur: Menning.

Óperan er eftir Alexöndru Chernyshovu og er í þremur þáttum, samin fyrir 12 einsöngvara, kóra og hljómsveit. Óperan fjallar um líf og störf fyrsta kvenforsetans í heiminum Vigdísi Finnbogadóttur.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

Nr. 35. Öryggiskrossinn – The Safety Kross. Umsækjandi: Mannvirki og malbik ehf. Verkefnastjóri: Sigurður Ingi Kristófersson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefnið lýstur að þróunn Öryggiskrossins sem er ný tegund merkinga til að loka flugbrautum og akbrautum tímabundið. Varan er hönnuð og handunni á Suðurnesjum.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

Nr. 36. Grænt varaafl. Umsækjandi: Vetnis ehf. Verkefnastjóri: Auðunn Freyr Ingvarsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Vetnis er þróunarfélag sem vinnur að því að setja upp framleiðslu og dreifingu á grænu vetni. Markmið verkefnisins er að finna leiðir til að nýta grænt vetni til að knýja varaaflstöðvar án losunar á CO2.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

Nr. 37. Skipaþjónustuklasi á Suðurnesjum. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Sigurgestur Guðlaugsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Markmið verkefnisins felst í því að kortleggja og skilgreina uppbyggingu nýs klasa á svæðinu. Klasinn samanstandi af fyrirtækjum sem að hluta til eða í heild sérhæfir sig i þjónustu við stór og tæknivædd fiskiskip á norður atlandshafi.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.2.000.000

Nr. 38. Mermaid Geothermal Seaweed Spa. Umsækjandi: Mermaid ehf. Vekefnastjóri: Bogi Jónsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefnið lýtur að þróun á vandaðri lúxus heilsulind við sjávarsíðuna þar sem boðið verður upp á sérhæfð böð og heilsumeðferðir.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.3.000.000.

Nr. 39. Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ og Grindavík. Umsækjandi og verkefnastjóri: Janus Friðrik Guðlaugsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun

Megin markmið verkefnisins er að efla heilsu og velferð eldri aldurshópa í sveitarfélögum, með þátttöku þeirra í fjölþættri og markvissri heilsueflingu, ráðgjöf um næringu og aðra heilsufarsþætti.

Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.000.000.