Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja - SSS

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja

Prenta

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir lausar umsóknir frá og með 1. október til 1. nóvember 2021.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður sem styður við menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Sjóðurinn auglýstir eftir umsóknum einu sinni að hausti og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Suðurnesja og reglum sjóðsins.

Verkefnastjóri er Logi Gunnarsson [email protected] og er hægt að nálgast hann í síma 420 3296 og 868 9080.

Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að verkefnin stuðli að framgangi Sóknaráætlunar Suðurnesja. Þar er að finna helstu markmið og áherslur fyrir svæðið sem unnin eru í samráði við hagsmunaaðila á Suðurnesjum.

Lögð er áhersla á aðkomu fræðastofnana s.s. samstarf við háskóla eða rannsókna- eða fræðastofnanir sé verkefnið þess eðlis. Þá er horft til þess hvort verkefnið munið stuðla að nýsköpun og atvinnuþróun í landshlutanum, hvort það skapi störf og hvort líklegt sé að það haldi áfram eftir að stuðningi lýkur. Einnig eru skoðuð samfélagsleg áhrif verkefnisins og hvort það sé líklegt til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og efli samstarf á Suðurnesjum á sviði menningar- og ferðaþjónustu.

Hægt er að sækja um nýsköpunarstyrki og menningarstyrki.

Verkefnastjóri er Logi Gunnarsson og veitir hann ráðgjöf á netfangið [email protected] en frekari upplýsingar um sjóðinn má finna hér.

Hér má sjá lista yfir úthlutanir.