731. stjórnarfundur SSS 09. maí 2018 | SSS

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur það að markmiði að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins.
Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sjóðurinn auglýsir styrki til umsóknar ár hvert.

 • Ragnar Guðmundsson formaður
 • Fríða Stefánsdóttir
 • Margrét Soffía Björnsdóttir (Sossa)
 • Brynja Kristjánsdóttir
 • Jón Emil Halldórsson
 • Jóngeir Hlinason
 • Davíð Páll Viðarsson

Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir og auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum einu sinni á ári.

Um sjóðinn
Regur sjóðsins
Úthlutanir

Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og fyrirtækja á Reykjanesi við að markaðssetja Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Helsta hlutverk markaðsstofunnar er að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu á Reykjanesi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

Meðal verkefna sem markaðsstofan sinn er er að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi, vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út. Markaðsstofan aðstoðar hagsmunaaðila við að samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins, tekur saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu og stuðlar að nýsköpun í ferðaþjónustunni á svæðinu ásamt því að veita aðstoð og ráðgjöf.

 • Kjartan Már Kjartansson formaður
 • Fannar Jónasson
 • Sigrún Árnadóttir
 • Magnús Stefánsson
 • Ásgeir Eiríksson
 • Guðjón Skúlason
 • Marta Jónsdóttir
 • Brynhildur Kristjánsdóttir

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum.
Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó á Reykjanesi og þar er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur.

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreifanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes Geopark er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar ólíkar eldstöðvar m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Geopark er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar.

Stjórn Reykjanes Geopark er skipuð sjö einstaklingum og sjö eru skipaðir til vara. Stjórnin er skipuð til eins árs í senn. Þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Hér má sjá fundargerðir stjórnar

STJÓRN REYKJANES GEOPARK 2018-2019

 • Ásgeir Eríksson, formaður (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Magnús Stefánsson (f.h. Suðurnesjabæjar)
 • Sigurgestur Guðlaugsson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Fannar Jónasson, formaður (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Berglind Kristinsdóttir (f.h. Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja)
 • Kristín Vala Matthíasdóttir (f.h. HS Orku)
 • Árni Sigfússon (f.h. Bláa Lónsins)

Í varastjórn eiga sæti:

 • Kjartan Már Kjartansson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Jón Þórisson (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Bergur Álfþórsson (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Rakel Ósk Eckard (f.h. sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs)
 • Hanna María Kristjánsdóttir (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sindri Gíslason (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sigrún Elefsen (f.h. Ferðamálasamtaka Reykjaness)

Reykjanesskaginn er ungur hluti Íslands. Reykjanes Geopark er 829 km2. Hann er þurrlendishluti Mið- Atlantshafshryggjarnins, mjög eldvirkur eins og neðansjávarhlutinn. Út frá honum rekur tvær jarðskorpuplötur (-fleka) í gagnstæðar áttir, að meðaltali 2,0-2,5 cm á ári.

Á skaganum er að finna mörg móbergsfjöll og -fell frá jökulskeiðum á síðari hluta kvarteru ísaldarinnar, og enn fremur hraun og eldstöðvar af hlýskeiðum, einkum nútíma (sl. 11.500 ár).

Verkefnastjóri er Daníel Einarsson

Við styðjum bæði við ný sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki í nýsköpun.

Stuðningur við frumkvöðla felst m.a. í leigu á aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey en einnig er boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, markaðsáætlana og veita viðtöl og ráðgjöf til þess að fylgja nýsköpunarverkefnum eftir.

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra fyrir frumkvöðla.

Hægt er að panta viðtal hér.

Verkfærakista frumkvöðulsins

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/verkfaerakista-frumkvodulsins

Fjárfestakynningar

How To Create A Great Investor Pitch Deck For Startups Seeking Financing: https://www.forbes.com/sites/allbusiness/2017/03/04/how-to-create-a-great-investor-pitch-deck-for-startups-seeking-financing/#4ca34c782003

Linkar linkar með mjög góðum sýnidæmum(hægt að fletta glærunum):

30 Legendary Startup Pitch Decks And What You Can Learn From Them: https://piktochart.com/blog/startup-pitch-decks-what-you-can-learn/

35 Best Pitch Decks From 2017 That Investors Are Talking About: https://www.konsus.com/blog/35-best-pitch-deck-examples-2017/

Flott samantekt á lyftukynningu – Make your Pitch Perfect: The Elevator Pitch: https://www.youtube.com/watch?v=bZTWx2bftaw

Gott dæmi um stutta, hnitmiðaða kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=i6O98o2FRHw

Lýsið hugmyndinni í 1-2 setningum, – fínt reyna að fylla inn í þetta: http://nmi.is/media/391514/leidarvisir-fyrir-frumkvodla_fillable-form.pdf

Markaðssetning

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/markadsmal

Frumlegar leiðir til að markaðssetja fyrirtæki

asdf

731. stjórnarfundur SSS 09. maí 2018

Prenta

Árið 2018, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 9. maí, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru:Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

1. Hjúkrunarrými á Suðurnesjum.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fagnar ákvörðun heilbrigðisráðherra um uppbyggingu hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Stjórnin hvetur heilbrigðisráðherra til að samþykkja ósk Reykjanesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma.

2. Erindi frá Virkjun, dags. 06.04.2018.

Erindinu vísað til Fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2019.

3. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags 12.04.2018. Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, 250. mál. Vefslóð á skjalið er http://www.althingi.is/altext/148/s/0351.html

a) Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 13.04.2018.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fagnar fram komni tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Nýlega hafa fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa þar sem fólksfjölgun á svæðinu hefur verið langt umfram meðaltalsfjölgun á landinu öllu en aukning fjárframlaga ríkisins til stofnana og verkefna á svæðinu hefur á engan hátt fylgt þeirri þróun.

Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Suðurnesjum sem skýrist að miklu leyti af verulega auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Þannig voru íbúar Suðurnesja 21.560 árið 2014 en 25.800 í lok árs 2017. Í Reykjanesbæ sem er stærsta einstaka sveitarfélagið á Suðurnesjum hefur fjölgunin orðið 14.254 árið 2014 í 17.810 í lok árs 2017. Hlutfallslega er fjölgun íbúa á landinu er langmest á Suðurnesjum.

Íbúafjöldi landsins hefur frá árinu 2000 aukist um 19% eða um 53.480 manns. Meginhluti þessarar aukningar er á höfðaborgarsvæðinu og Suðurnesjum eða 64%. Fjölgun íbúa á Suðurnesjum á þessum tíma er 24%. Ef skoðuð eru árin 2013-2017 fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 21%, meðan íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 11% og íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 8%. Á síðustu 24 mánuðum hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 15%.

Atvinnuleysi á Suðurnesjum var á bilinu 12-13 % á árunum 2009-2011 og því um 4-5 prósentustigum yfir landsmeðaltali. Frá árinu 2012 hefur dregið hratt úr atvinnuleysi og var það komið niður fyrir 6% árið 2014. Í gögnum frá Vinnumálastofnun má sjá að atvinnuleysi hafi enn verið mest á Suðurnesjum á árinu 2015 þó svo það hafi lækkað mikið síðustu misseri og var að jafnaði um 4% á árinu 2015. Á árinu 2016 var atvinnuleysi á Suðurnesjum 2% og hefur haldist þar þannig að frekari eftirspurn eftir vinnuafli verður mætt með enn frekari fjölgun fólks inn á svæðið.

Í þessu samhengi er rétt að benda á að vegna góðs ástands á vinnumarkaði á landinu hefur eftirspurn eftir vinnuafli verið mætt með vinnuafli erlendis frá. Hlutfall innflytjenda á Suðurnesjum var 19,06% árið 2017 og eru Pólverjar langfjölmennasti hópurinn. Hæst er hlutfallið í Sandgerðisbæ eða 21,6% en lægst í Vogum 14,93% (sjá meðfylgjandi töflu).

Hlutfall innflytjenda eftir sveitarfélögum 1. janúar 2017
• Reykjanesbær 19,32%
• Grindavíkurbær 17,34%
• Sandgerðisbær 21,6%
• Sveitarfélagið Garður 20,32%
• Sveitarfélagið Vogar 14,93%
Leiða má líkum að því að ef spár Isavia ganga eftir um aukningu á farþegum í gegnum Keflavíkurflugvöll má búast við verulegri fjölgun starfa. Ekki er hægt að mæta þeirri fjölgun með náttúrulegum hætti og búast má því við því að hlutfalli innflytjanda á Suðurnesjum muni hækka enn frekar á komandi árum.
Í áætlanagerð ríkisins virðist ekki vera tekið nægjanlegt tillit til þess ef óvenju mikil fólksfjölgun verður á einstökum svæðum. Af þeim sökum er lagt til að m.a. verði skoðað sérstaklega fjárframlög ríkisins til opinberra stofnana og annarra mikilvægra verkefna á svæðinu til þess að íbúar búi við sömu þjónustu og íbúar annarra svæða landsins. Má t.d. geta þess að fjáraukning til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var 1% á ári með 0,5% hagræðingarkröfu meðan að íbúum svæðisins fjölgaði um 15%. 

Vert er að enda á að í drögum að Byggðaáætlun er nú er í vinnslu hjá Alþingi kemur m.a. fram að markmið hennar sé að landið allt sé í blómlegri byggð þar sem landsmenn hafi aðgang að grunnþjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum, óháð efnahag og búsetu. Það er því mikilvægt að ríkisvaldið bregðist við og vinni saman með sveitarfélögum á Suðurnesjum til að tryggja að íbúar svæðisins njóti fyrrnefndra gæða líkt og aðrir landsmenn.

4. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 20.04.2018. Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál. Vefslóð á skjalið er http://www.althingi.is/altext/148/s/0690.html

a) Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024. Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði inn umsögn um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, þegar tillagan var í samráðsferli. 

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fagnar því að unnið sé að stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Í drögum þeim sem til umsagnar kemur fram að byggðaáætlun sé ætlað að stuðla að jákvæðri þróun byggð og efla samkeppnishæfni þeirra sem og landsins allt. 
Í kaflanum „framtíðarsýn og áskoranir“ eru áskoranir taldar upp en vert er að benda á að ekki er einu orði minnst á aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við áskorunum sem blasa við svæðum sem skilgreind eru sem Vaxtarsvæði.  Lagt er til að bætt sé inn í byggðaáætlun hvernig bregðast eigi við til aðstoðar þeim sveitarfélögum sem takast á við mikla fólksfjölgun.

Eftirfarandi ábendingar eiga við kafla Markmið og mælikvarðar.
Kafli A – Jafna aðgengi að þjónustu.
Þegar kemur að því að meta mælikvarða geti biðtími eftir tíma hjá lækni verið góður mælikvarði.  Á Suðurnesjum er biðtími eftir bókuðum tíma á heilsugæslustöð allt að 3 vikur.
Kafli B – Jafna tækifæri til atvinnu
Fram kemur í þeim kafla að jafna eigi aðstöðu millilandaflugvalla. Gott væri að skýra það með hvaða hætti gera ætti það. Er það t.d. með fleiri aðgerðum en að vinna tillögu um verðjöfnun á eldsneyti eins og fram kemur í B-10?
Kafli C – Stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt.
Inn í þessa uppsetningu mætti bætta einnig góðu aðgengi á grunnheilbrigðisþjónustu.

Í kafla sem merktur er A.10 – almenningssamgöngur um land allt, kemur fram að tímabil þess verkefnis sé frá 2019-2021. Sá tími er of stuttur ef það er markmið verkefnis að ná fram fjárhagslegri hagræðingu auk betri þjónustu. Meiri líkur eru á því að hægt sé að ná betri samninga með útboði þar sem samningstíminn er allt að sjö árum. Í útboðum gera verktakar ráð fyrir afskriftum af vögnum og með tilliti til tímaramma þá eru þrjú ár of stuttur samningstími og væri til þess fallinn að tilboð í akstur væri dýrari en ella.

Kafli A.13 Nærþjónusta við innflytjendur. Þessum kafla er fagnað, sérstaklega í ljósi þess að á Suðurnesjum hefur eftirspurn eftir vinnuafli verið mætt með vinnuafli erlendis frá. Hlutfall innflytjenda á Suðurnesjum var 19,06% árið 2017 og eru Pólverjar langfjölmennasti hópurinn. Hæst er hlutfallið í Sandgerðisbæ eða 21,6% en lægst í Vogum 14,93% .
Hlutfall innflytjenda eftir sveitarfélögum 1. janúar 2017
• Reykjanesbær 19,32%
• Grindavíkurbær 17,34%
• Sandgerðisbær 21,6%
• Sveitarfélagið Garður 20,32%
• Sveitarfélagið Vogar 14,93%

Miðað við þær áætlanir sem Isavia hefur sett fram um aukningu á farþegum í gegnum Keflavíkurflugvöll má búast við verulegri fjölgun starfa. Ekki er hægt að mæta þeirri fjölgun með náttúrulegum hætti og búast má því við því að hlutfalli innflytjanda á Suðurnesjum muni hækka enn frekar á komandi árum.

Kafli C1 – Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða. Markmið þessa kafla er m.a. að bregðast við fólksfækkun sóknaráætlunarsvæðum.  Það getur hins vegar verið mikil áskorun að takast á við mikla íbúafjölgun á stuttum tíma.
Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Suðurnesjum sem skýrist að miklu leyti af verulega auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Þannig voru íbúar Suðurnesja 21.560 árið 2014 en 25.800 í lok árs 2017. Í Reykjanesbæ sem er stærsta einstaka sveitarfélagið á Suðurnesjum hefur fjölgunin orðið 14.254 árið 2014 í 17.810 í lok árs 2017. Hlutfallslega er fjölgun íbúa á landinu er langmest á Suðurnesjum.
Íbúafjöldi landsins hefur frá árinu 2000 aukist um 19% eða um 53.480 manns. Meginhluti þessarar aukningar er á höfðaborgarsvæðinu og Suðurnesjum eða 64%. Fjölgun íbúa á Suðurnesjum á þessum tíma er 24%. Ef skoðuð eru árin 2013-2017 fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 21%, meðan íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 11% og íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 8%. Á síðustu 24 mánuðum hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 15%.
Nýlega hafa fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa þar sem fólksfjölgun á svæðinu hefur verið langt umfram meðaltalsfjölgun á landinu öllu en aukning fjárframlaga ríkisins til stofnana og verkefna á svæðinu hefur á engan hátt fylgt þeirri þróun.
Í áætlanagerð ríkisins virðist ekki vera tekið nægjanlegt tillit til þess ef óvenju mikil fólksfjölgun verður á einstökum svæðum. Af þeim sökum er lagt til að m.a. verði skoðað sérstaklega fjárframlög ríkisins til opinberra stofnana og annarra mikilvægra verkefna á svæðinu til þess að íbúar búi við sömu þjónustu og íbúar annarra svæða landsins. Má t.d. geta þess að fjáraukning til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var 1% á ári með 0,5% hagræðingarkröfu meðan að íbúum svæðisins fjölgaði um 15%. 

Kafli C.9 – Náttúruvernd og efling byggða. Inn í þennan kafla Byggðaáætlunar mætti gjarnan setja inn nokkur orð um Jarðvanga (e.Geopark) en Geopark vinnur að því að kveikja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli á áhugaverðri jarðsögu, fræða og annast landið.
Hugtakið Geopark er skilgrein af alþjóðlegum samtökum Geoparka sem nefnast Global Geoparks Network og starfa þau undir verndarvæng UNESCO. Um 100 geoparkar eru aðilar að samtökunum í dag, þ.e. svæði svæði sem innihalda merkilegar jarðminjar og koma þeim á framfæri.

Kafli C.12. – Kynning og innleiðing áfangastaðaáætlana. Fram kemur að Markaðsstofur landshluta eigi að vera framkvæmdaaðili þessa verkefnis, sem er afar ánægjulegt og í anda m.a. Sóknaráætlunar.  Ljóst er að tryggja þarf lágmarksfjárframlög til Markaðsstofa á Íslandi eigi þau að taka þessa verkefni að sér.  Eins og staðan er í dag hefur það ekki verið gert og óvíst um rekstur Markaðsstofanna.  Lagt er til að þetta verkefni verði hluti af verkefnum Sóknaráætlana.

Með tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 fylgir greindargerð.  Lagt er til að allar tölulegar upplýsingar sem koma fram í greinargerð séu uppfærðar og fram komi með nákvæmari hætti frá hvað tíma tölulegu gögnin eru.  Mikill munu getur verið t.d. á mannfjölda tölum sem safnað er saman í upphafi árs og í lok árs.  Það er mikilvægt að halda þessu til haga svo lesandi geti glöggvað sig betur á samhengi.

Tölur um hagvöxt sem fram koma í greinargerð eru einnig orðnar nokkuð gamlar en þær eru frá 2009-2015.  Spá um mannfjölda þarf einnig að uppfæra en þar kemur fram að í miðspá Hagstofu Íslands að gert er ráð fyrir að íbúar á Suðurnesjum verði 27.307 árið 2024 en skv. ársfjórðungstölum Hagstofu Íslands í lok árs 2017 eru íbúar á Suðurnesjum tæplega 26 þúsund.

Að lokum er tekið undir þau orð sem koma fram í drögum að Byggðaáætlun að markmið hennar sé að landið allt sé í blómlegri byggð þar sem landsmenn hafi aðgang að grunnþjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum, óháð efnahag og búsetu. Það verður hins vegar ekki gert með því að horfa aðeins á þau svæði sem búa við fækkun íbúa heldur að tryggja öllum íbúum aðgang að fyrrnefndum gæðum.  Því ber að horfa líka til þeirra sveitarfélaga á landinu sem þurfa að takast á við mikla fjölgun íbúa.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir yfir ánægju með að tekið hafi verið tillit til þessara athugasemda m.a. með því að nú sé kominn sér kafli í Byggðaáætlun, sem ber nafnið Vaxtarsvæði.

5. Atvinnuleysi á Suðurnesjum – Gestur: Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og Hildur Jakobína Gísladóttir Forstöðumaður á Suðurnesjum.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum bauð fulltrúum Vinnumálastofnunar á sinn fund til að ræða þá staðreynd að fjölgaði hefði á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum þrátt fyrir að mikil eftirspurn sé eftir vinnuafli á svæðinu.  Stjórn S.S.S. hefur þungar áhyggjur af þessari aukningu. Fulltrúar Vinnumálastofnunar sögðu frá því hvernig þau væru að bregðast við þessum aðstæðum. Stofnunin er að hefja átaksverkefni með það að markmiði að aðstoða ungt fólk og fólk af erlendum uppruna í atvinnuleit. Stjórn S.S.S. og fulltrúar Vinnumálastofnunar eru sammála um að funda aftur í haust og fylgja málunum
eftir. Stjórn S.S.S. þakkar fulltrúum Vinnumálastofnunar fyrir góðan fund.

6. Tilnefning fulltrúa S.S.S. í stjórn Keilis.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefnir Einar Jón Pálsson sem aðalmann í stjórn Keilis og Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur sem varamann.

7. Erindi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 20.04.2018.

Vegna þingsályktunartillögu um ferðamálaáætlun 2011-2020.
Erindinu fylgir spurningarlisti til hliðsjónar. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra S.S.S. að svara erindinu fyrir hönd stjórnar. 

8. Fundargerð Reykjanes Geopark nr. 43, dags. 27.04.2018.

Lögð fram.

9. Fundargerð Heklunnar nr. 64, dags. 27.04.2018.

Lögð fram.

10. Önnur mál.

Tilnefning fulltrúar S.S.S. í stjórn Fisktækniskóla Íslands.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefnir Guðjón Guðmundsson sem aðalmann í stjórn Fisktækniskóla Íslands og Berglindi Kristinsdóttur sem varamann.

Samningur Ferðamálastofu og Markaðsstofu Reykjanes

Á fundi stjórnar S.S.S. og fulltrúa Ferðamálastofu sem haldinn var 30. apríl óskaði stjórn S.S.S. eftir því að Ferðamálastofa myndi endurskoða afstöðu sína með tilliti til samningsupphæða.

Stjórn S.S.S. hefur ekki borist upplýsingar um breytingar á samningi né heldur upplýsingar um rökstuðning fyrir lækkun á fjárframlögum til MR. 

Framkvæmdastjóra falið að senda erindi til ráðherra málaflokksins vegna dráttar Ferðamálastofu á rökstuðningi vegna óásættanlegra lækkunar á framlagi til Markaðsstofu Reykjaness.

Stjórn S.S.S. samþykkir að öll gögn stjórnar S.S.S. verði hér eftir rafrænum hætti.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn þriðjudaginn 5. júní kl. 08:00.