763. stjórnarfundur SSS 18. nóvember 2020 | SSS

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur það að markmiði að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins.
Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sjóðurinn auglýsir styrki til umsóknar ár hvert.

 • Ragnar Guðmundsson formaður
 • Fríða Stefánsdóttir
 • Margrét Soffía Björnsdóttir (Sossa)
 • Brynja Kristjánsdóttir
 • Jón Emil Halldórsson
 • Jóngeir Hlinason
 • Davíð Páll Viðarsson

Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir og auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum einu sinni á ári.

Um sjóðinn
Regur sjóðsins
Úthlutanir

Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og fyrirtækja á Reykjanesi við að markaðssetja Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Helsta hlutverk markaðsstofunnar er að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu á Reykjanesi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

Meðal verkefna sem markaðsstofan sinn er er að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi, vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út. Markaðsstofan aðstoðar hagsmunaaðila við að samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins, tekur saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu og stuðlar að nýsköpun í ferðaþjónustunni á svæðinu ásamt því að veita aðstoð og ráðgjöf.

 • Kjartan Már Kjartansson formaður
 • Fannar Jónasson
 • Sigrún Árnadóttir
 • Magnús Stefánsson
 • Ásgeir Eiríksson
 • Guðjón Skúlason
 • Marta Jónsdóttir
 • Brynhildur Kristjánsdóttir

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum.
Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó á Reykjanesi og þar er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur.

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreifanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes Geopark er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar ólíkar eldstöðvar m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Geopark er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar.

Stjórn Reykjanes Geopark er skipuð sjö einstaklingum og sjö eru skipaðir til vara. Stjórnin er skipuð til eins árs í senn. Þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Hér má sjá fundargerðir stjórnar

STJÓRN REYKJANES GEOPARK 2018-2019

 • Ásgeir Eríksson, formaður (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Magnús Stefánsson (f.h. Suðurnesjabæjar)
 • Sigurgestur Guðlaugsson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Fannar Jónasson, formaður (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Berglind Kristinsdóttir (f.h. Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja)
 • Kristín Vala Matthíasdóttir (f.h. HS Orku)
 • Árni Sigfússon (f.h. Bláa Lónsins)

Í varastjórn eiga sæti:

 • Kjartan Már Kjartansson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Jón Þórisson (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Bergur Álfþórsson (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Rakel Ósk Eckard (f.h. sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs)
 • Hanna María Kristjánsdóttir (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sindri Gíslason (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sigrún Elefsen (f.h. Ferðamálasamtaka Reykjaness)

Reykjanesskaginn er ungur hluti Íslands. Reykjanes Geopark er 829 km2. Hann er þurrlendishluti Mið- Atlantshafshryggjarnins, mjög eldvirkur eins og neðansjávarhlutinn. Út frá honum rekur tvær jarðskorpuplötur (-fleka) í gagnstæðar áttir, að meðaltali 2,0-2,5 cm á ári.

Á skaganum er að finna mörg móbergsfjöll og -fell frá jökulskeiðum á síðari hluta kvarteru ísaldarinnar, og enn fremur hraun og eldstöðvar af hlýskeiðum, einkum nútíma (sl. 11.500 ár).

Verkefnastjóri er Daníel Einarsson

Við styðjum bæði við ný sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki í nýsköpun.

Stuðningur við frumkvöðla felst m.a. í leigu á aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey en einnig er boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, markaðsáætlana og veita viðtöl og ráðgjöf til þess að fylgja nýsköpunarverkefnum eftir.

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra fyrir frumkvöðla.

Hægt er að panta viðtal hér.

Verkfærakista frumkvöðulsins

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/verkfaerakista-frumkvodulsins

Fjárfestakynningar

How To Create A Great Investor Pitch Deck For Startups Seeking Financing: https://www.forbes.com/sites/allbusiness/2017/03/04/how-to-create-a-great-investor-pitch-deck-for-startups-seeking-financing/#4ca34c782003

Linkar linkar með mjög góðum sýnidæmum(hægt að fletta glærunum):

30 Legendary Startup Pitch Decks And What You Can Learn From Them: https://piktochart.com/blog/startup-pitch-decks-what-you-can-learn/

35 Best Pitch Decks From 2017 That Investors Are Talking About: https://www.konsus.com/blog/35-best-pitch-deck-examples-2017/

Flott samantekt á lyftukynningu – Make your Pitch Perfect: The Elevator Pitch: https://www.youtube.com/watch?v=bZTWx2bftaw

Gott dæmi um stutta, hnitmiðaða kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=i6O98o2FRHw

Lýsið hugmyndinni í 1-2 setningum, – fínt reyna að fylla inn í þetta: http://nmi.is/media/391514/leidarvisir-fyrir-frumkvodla_fillable-form.pdf

Markaðssetning

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/markadsmal

Frumlegar leiðir til að markaðssetja fyrirtæki

asdf

763. stjórnarfundur SSS 18. nóvember 2020

Prenta

Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 18. nóvember, kl. 8:00 í fundarkerfinu Teams.

Mætt eru: Jóhann Friðrik Friðriksson, Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Jóhann Friðrik Friðriksson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

 1. Kynning frá leigufélaginu Bríet – Gestir Soffía Guðmundsdóttir, Elmar Ellertsson og Kristján Gestsson. Stjórn S.S.S. þakkar Soffíu og Kristján góða og athyglisverða kynningu.
 2. Dómsmál SSS gegn íslenska ríkinu – minnisblað. Lagt er fram minnisblað frá LMB Mandat en Ari Karlsson lögmaður vann það vegna dóms í máli E3411/2015. Stjórn S.S.S. samþykkir að áfrýja málinu til Landsréttar. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður fundarins.
 3. Fjárhagsáætlun S.S.S. 2021. Stjórn S.S.S. samþykkir fjárhagsáætlun S.S.S. og vísar henni áfram til fjárhagsnefndar S.S.S.
 4. Beiðni um þjónustusamning – Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, dags. 12.11.2020. Stjórn S.S.S. þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við því að svo stöddu.
 5. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 11.11.2020, beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktun um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar, 42.mál. https://www.althingi.is/altext/151/s/0042.html Lagt fram.
 6. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 11.11.2020, beiðni um umsögn um tillögu til laga um frumvarp til laga um búvörulög og búnaðarlög, 229. mál. https://www.althingi.is/altext/151/s/0232.html Lagt fram.
 7. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 11.11.2020, beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélag vegna heimsfaraldurs kórínuveiru, 43.mál. http://althingi.is/altext/151/s/0043.html Lagt fram.
 8. Erindi frá Ferðamálastofu dags. 3. nóvember 2020, v. stofnun áfangastaðastofa í öllum landshlutum. Þuríður H. Aradóttir Braun var gestur undir þessum lið.

a)Samstarfssamningur um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þann 3. nóvember s.l. barst erindi frá Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu þess efnis að stofna ætti áfangastofur í öllum landshlutum. Í erindinu var einnig að finna drög að samningi á milli ráðuneytisins og landshlutasamtaka sveitarfélaga en stefnt er að því að gera samninga við öll landshlutasamtök á landinu.

Fram kemur í samningsdrögunum að hlutverk áfangastaðastofanna hefur verið skilgreint af Stjórnstöð ferðamála og Ferðamannastofu en þar segir:

„a.  Gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlana og viðskiptaáætlana fyrir ferðaþjónustu, ásamt tengingu við aðrar opinberar stefnur og áætlanir.

b.  Aðkoma að gerð stefnumótunar og áætlana á landsvísu sem snertir ferðaþjónustu.

c.  Þátttaka í rannsóknum og mælingum og öflun svæðisbundinna áreiðanlegra gagna.

d.  Álagsmat og þolmörk (Jafnvægisás ferðamála) efnahags, samfélags og náttúru gagnvart fjölda ferðamanna.

e.  Vöruþróun og nýsköpun.

f.  Stuðningur við stafræna þróun ferðaþjónustunnar.

g.  Uppbygging á hæfni og gæðum í ferðaþjónustu.

h.  Öryggi ferðamanna.

i.   Kynning og markaðssetning svæðanna.

j.   Upplýsingamiðlun til ferðamanna og annarra hagaðila.

k.  Liðsinni við einstök sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga innan svæðis vegna ferðaþjónustu. Tengsl við hagaðila utan svæðis, s.s. ráðuneyti, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Byggðastofnun, Samtök ferðaþjónustunnar, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar o.fl. aðila.“

Í samningsdrögunum er tiltekið að fjármögnun af ríkisins hálfu verði gegnum þjónustusamning Ferðamálastofu og áfangastaðastofa en engar upphæðir eru tilgreindar. Síðastliðinn föstudag fundaði Ferðamálastofa með fulltrúum Markaðsstofanna og þar voru ræddar upphæðir í þjónustusamningi við óstofnaðar áfangastaðastofur. Augljóst hlýtur að vera að umræður um upphæðir sem tengdar eru samningnum skulu vera milli samningsaðila. Á fundinum komu fram drög að skiptingu fjármuna til landshlutasamtakanna og er gert ráð fyrir umtalsverði lækkun til Suðurnesjanna frá því sem nú er.

Stjórn S.S.S. telur erindið áhugavert en telur jafnframt að þeir fjármunir sem renna eigi til Suðurnesjanna vegna samningsins sé í engu samræmi við verkefnin sem inna eigi að hendi né heldur séu verkefnin nægjanlega skilgreind. Athyglisvert er að allir landshlutar eigi að vinna sömu verkefnin en fá mismunandi greiðslur fyrir það grunnstarf.

Stjórn S.S.S. leggur til að samningurinn tryggi:

 • Að hlutverkum/verkefnum sé tryggð nægileg fjármögnun, sérstaklega þar sem um ný hlutverk/verkefni er að ræða. Meta þarf hlutverkalista og fjármagn saman. Lagt er til að litið sé til tillagna landshlutanna sem send var ráðuneyti í minnisblaði í haust.
 • Að gerður sé einn samningur um bæði grunnfjármagn og verkefnabundið fjármagn sem nær yfir gildistíma áfangastaðaáætlunar svæðisins.
 • Að við úthlutun verkefnabundins fjármagns verður tekið tillit til svæðisbundinna áskoranna. Verkefni og áherslur svæðis eru tilgreindar í áfangastaðaáætlun hvers svæðis og forgangsraðað af stjórn hvers svæðis milli ára. Verkefni áfangastaðaáætlana grundvallast ávallt á því að fanga tækifæri og mæta áskorunum hvers svæðis. Lagt er til að byggt verði á sambærilegri umgjörð/hugmyndafræði og landshlutasamtök vinna eftir er í samningum sínum við Byggðastofnun og áhersluverkefni tengd þeim en Ferðamálastofa myndi samþykkja áhersluverkefnin.

9. Aðgengi að Heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Formaður fylgdi erindinu úr hlaði og sagði frá skýrslu Sjúkratrygginga varðandi heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu frá 2018. í skýrslunni kemur fram að 11.700 manns séu að meðaltali skráðir á hverja heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum búa rúmlega 28.000 manns sem hafa aðgengi að einni heilsugæslustöð en ættu að hafa aðgengi að 2-3 heilsugæslustöðvum sé miðað við aðgengi íbúa á höfuðborgarsvæðinu að þjónustu. Þá er ekki tekið tillit til þess að alþjóðaflugvöllur er staðsettur á Suðurnesjum.

Stjórn SSS hvetur heilbrigðisráðuneytið til þess að leita leiða svo flýta megi uppbyggingu á nýrri heilsugæslustöð HSS á Suðurnesjum.

Stjórn S.S.S. leggur áherslu á að tryggja gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu með fjölgun heilsugæslustöðva en einnig með því að taka upp nýtt greiðsluþátttökukerfi sem fyrst sem m.a. styttir biðtíma eftir þjónustu og opnar á að einkaaðilar hafi áhuga á því að reka heilsugæslustöðvar á svæðinu.

Stjórn S.S.S. hvetur ráðuneyti heilbrigðismála til þess að veita heimild fyrir einkarekinni heilsugæslu á svæðinu til þess að mæta þörf.

Allir landsmenn eiga rétt á góðri heilbrigðisþjónustu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis gefa vísbendingu um að heilsa íbúa á Suðurnesjum sé lakari en í öðrum landshlutum sem aftur hefur íþyngjandi áhrif á velferðarþjónustu sveitarfélaga og samfélagið allt. Sameiginlegt átak allra hagsmunaaðila til úrbóta mun stuðla að betra aðgengi, bættri þjónustu og um leið auknum lífsgæðum íbúa á Suðurnesjum. 

10. Aukið samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum, m.a. Suðurnesjavettvangur. Stjórn S.S.S. ræddi hvernig hægt væri að auka og þétta samstarfið á milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Í ljósi aðstæðnanna hefur aldrei verið mikilvægara en nú að finna samstarfsfleti og vinna að sameiginlegum málum. Stjórn S.S.S. bendir á mikilvægi þess að sveitarfélög á Suðurnesjum skoði með opnum huga frekara samstarf sín á milli s.s. varðandi fræðslu, velferðar, og atvinnumál á Suðurnesjum.

Stjórn ræddi fund Suðurnesjavettvangs sem fram fór í síðustu viku og var sammála um að skoða hvort hægt væri að vinna sameiginlegum verkefnum sem kæmu sem afrakstur af þeim fundi undir hatti Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

11. Önnur mál.

Stjórnarmenn sammála um að taka liðinn önnur mál út af dagskrá hér eftir en vilji stjórnarmenn koma málum á dagskrá stjórnar þarf erindi þess efnis að berast formanni og framkvæmdastjóra fimm dögum fyrir stjórnarfund.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55.