Menningarfulltrúar í heimsókn - SSS
#

Menningarfulltrúar í heimsókn

Prenta

Menningarfulltrúar landsbyggðarinnar funduðu í Reykjanesbæ  í vikunni. Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri Menningarráðs Suðurnesja tók á móti menningarfulltrúunum og áttu þeir langan og góðan fund þar sem þeir báru saman bækur sínar en gáfu sér þó tíma til að líta á menninguna í Reykjanesbæ.

Á myndir eru menningarfulltrúarnir staddur í Listasafni Reykjanesbæjar á sýningu Óla G. Jóhannssonar og eru talin frá vinstri: Jón Jónsson, Menningarráð Vestfjarða,  Ingibergur Guðmundsson, Menningarráð Norðurlands vestra, Elísabet Haraldsdóttir, Menningarráð Vesturlands, Dorothee Lubecki,  Menningarráð  Suðurlands, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Menningarráð Eyþings, Björk Guðjónsdóttir,  Menningarráð Suðurnesja  og Signý Ormarsdóttir, Menningarráð Austurlands.