Hvaðan koma góðar hugmyndir? - SSS
#

Hvaðan koma góðar hugmyndir?

Prenta
Góðar viðskiptahugmyndir koma ekki sjálfkrafa, tilbúnar sem vara eða þjónusta á markaði. Að baki þeim liggur vinna sem getur verið flókin og tímafrek. Sú vinna þarf hins vegar ekki að vera leiðinleg því í umhverfi sem styður við skapandi hugsun og samvinnu verður hugmyndavinna leikur einn.
 
Guðlaugur Aðalsteinsson og Hrafn Gunnarsson frá auglýsingastofunni Brandenburg munu fara yfir ferli hugmyndarvinnu. Hvernig þróar þú góðar hugmyndirnar og hvernig veistu hvaða hugmyndir eru þess virði að taka áfram?
 
Hvaða aðferðir eru notað til að móta skapandi umhverfi hjá Brandenburg þar sem hugmyndir virðast stundum koma á færibandi. Hvernig geta frumkvöðlar tekist á við hugmyndavinnu?
 
Fyrirlesturinn er öllum að kostnaðarlausu. Skrá þarf þátttöku á fundinn hér að ofan en boðið verður upp á léttar hádegisveitingar á staðnum.
 
Fundurinn verður á 5. hæð í Krossmóa 4.

Fyrirlesari:

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja

Skrá mig á viðburð