
Hvernig sæki ég um styrki
Prenta
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir um þessar mundir eftir umsóknum um styrki en markmið hans er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum.
Björk Guðjónsdóttir verkefnastóri sjóðsins mun fara yfir það sem hafa þarf í huga við styrkumsóknir og kynnir sjóðinn.
Fida Abu Libdeh styrkþegi mun segja frá sinni reynslu af styrkumsóknum en fyrirtækið geoSilica hefur m.a. hlotið styrki frá Uppbyggingarsjóði og Tækniþróunarsjóði
Léttar veitingar á staðnum og enginn aðgangseyrir en þátttakendur þurfa að skrá sig á viðburðinn.
Fyrirlesari:

Björk Guðjónsdóttir er verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja.