Matarsóun og leiðir til að draga úr henni - SSS
#

Matarsóun og leiðir til að draga úr henni

Prenta

Þekkingarsetur Suðurnesja stendur fyrir spennandi fræðsluerindi, í boði Nettó, þar sem Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Landvernd, mun fjalla um matarsóun.

Matarsóun er stórt alþjóðlegt vandamál og fjallað verður um orsakir og afleiðingar hennar en líka hvað við sjálf getum gert til að draga úr matarsóun.

Fundurinn fer fram í Þekkingarsetri Suðunesja, Garðvegi 1 Sandgerði. Þátttaka er ókeypis en áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku á heimasíðu Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum – mss.is
Nánari upplýsingar í síma 423-7555 eða tölvupósti [email protected]