Stafrænt forskot - SSS
#

Stafrænt forskot

Prenta

Fjalar Sigurðsson markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands mun kynna Stafrænt forskot sem býður fyrirtækjum að hagnýta vef, samfélagsmiðla og aðra stafræna tækni í markaðsmálum og rekstri.

Verkefninu var nýlega hleypt af stokkunum af ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur og sagði hún við það tækifæri:

„Stafrænt forskot getur verið fyrsta – og kannski mikilvægasta – skref fyrirtækja í átt að forskoti í alþjóðlegri samkeppni. Þegar kemur að stafrænu forskoti er nefnilega ekki spurt um stærð eða staðsetningu fyrirtækis. Þar er það þekking og dugnaður sem skiptir öllu. Hér er þekkingin – ykkar er dugnaðurinn.“

Hádegisfyrirlesturinn stendur frá 12 – 13:30 og boðið verður upp á létt hádegissnarl og kaffi á staðnum. Skrá þarf þátttöku hér:

Skrá mig á viðburð