fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Evrópurútan á Suðurnesjum

Evrópurútan fer nú hringinn í kringum landið þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi. Tilefnið er að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu.

Evrópurútan mun mætir á Suðurnes þann 25. september kl. 14 – 16 og verður hún í Fjörheimum, Hafnargötu 88.

Evrópurútan er skipulögð af Rannís sem hefur umsjón með öllum helstu samstarfsáætlunum á sviði menntunar, menningar, vísinda og fyrirtækjasamstarfs og mun á hringferð sinni um landið veita upplýsingar um:

  • Erasmus+
  • Horizon Europe
  • Creative Europe
  • European Solidary Corps
  • Enterprise Europe Network
  • Digital Europe
  • LIFE
  • Nordplus

Við hvetjum öll til að mæta of kynna sér tækifæri til alþjóðasamstarfs til framtíðar fyrir sína heimabyggð.

Óskað er eftir skráningu á viðburðina fyrir áætlun veitinga á hverjum stað fyrir sig.

Skrá mig