2011

Brautargengi í Reykjanesbæ

Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • Skrifi viðskiptaáætlun
  • Kynnist grundvallaratriðum varðandi stofnun fyrirtækja
  • Öðlist hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækjarekstri, s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjámálum og stjórnun

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, verkefnavinnu og persónulegri handleiðslu og hentar jafnt konum sem eru að hefja rekstur og konum sem reka nú þegar fyrirtæki.

Málefni fatlaðra flytjast til sveitarfélaganna

Málefni fatlaðra fluttust alfarið til sveitarfélaganna um áramótin.  Sveitarfélögin á Suðurnesjum mynda sameiginlegt þjónustusvæði.  Þjónustusvæðið fellur undir stjórn SSS en sérstakt þjónusturáð er hins vegar skipað félagsmálastjórum á svæðinu ásamt fulltrúa fatlaðra.  Þjónusturáðið sér um daglega umsýslu.

Suðurnesjabær
Grindavíkurbær
Reykjanesbær
Sveitarfélagið Vogar