Móttökuritari með skipulagshæfni - SSS
#

Móttökuritari með skipulagshæfni

Prenta

Um ræðir 100% starfshlutfall og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.
Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf
að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af prófskírteinum), fyrri
störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti.

Hæfniskröfur
• Stúdentspróf eða samsvarandi menntun/reynsla.
• Starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Þekking og reynsla af skjalavistun kostur.
• Almenn og góð tölvukunnátta er skilyrði.
• Gott vald á íslensku og ensku.
• Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.
• Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.
• Geta til að vinna undir álagi.
• Búseta á Suðurnesjum kostur.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Símsvörun, móttaka og úrvinnsla fyrirspurna.
• Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini.
• Frágangur og röðun skjala í skjalasafn.
• Undirbúningur funda.
• Skráning reikninga í bókhaldskerfi.
• Umsjón kaffistofu.
• Innkaup.
• Ýmis önnur verkefni sem til falla.

Umsóknir skal senda til skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum,
Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ, eða á netfangið [email protected] merkt
„Móttökuritari“.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðum um ráðningu liggur fyrir.
Frekari upplýsingar veitir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri S.S.S.
Sími 420 3288 eða [email protected]

 

Atvinnuauglýsing - mótttökuritari