Uppbyggingarsjóður úthlutar í fyrsta sinn | SSS

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur það að markmiði að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins.
Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sjóðurinn auglýsir styrki til umsóknar ár hvert.

 • Ragnar Guðmundsson formaður
 • Fríða Stefánsdóttir
 • Margrét Soffía Björnsdóttir (Sossa)
 • Brynja Kristjánsdóttir
 • Jón Emil Halldórsson
 • Jóngeir Hlinason
 • Davíð Páll Viðarsson

Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir og auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum einu sinni á ári.

Um sjóðinn
Regur sjóðsins
Úthlutanir

Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og fyrirtækja á Reykjanesi við að markaðssetja Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Helsta hlutverk markaðsstofunnar er að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu á Reykjanesi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

Meðal verkefna sem markaðsstofan sinn er er að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi, vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út. Markaðsstofan aðstoðar hagsmunaaðila við að samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins, tekur saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu og stuðlar að nýsköpun í ferðaþjónustunni á svæðinu ásamt því að veita aðstoð og ráðgjöf.

 • Kjartan Már Kjartansson formaður
 • Fannar Jónasson
 • Sigrún Árnadóttir
 • Magnús Stefánsson
 • Ásgeir Eiríksson
 • Guðjón Skúlason
 • Marta Jónsdóttir
 • Brynhildur Kristjánsdóttir

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum.
Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó á Reykjanesi og þar er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur.

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreifanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes Geopark er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar ólíkar eldstöðvar m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Geopark er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar.

Stjórn Reykjanes Geopark er skipuð sjö einstaklingum og sjö eru skipaðir til vara. Stjórnin er skipuð til eins árs í senn. Þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Hér má sjá fundargerðir stjórnar

STJÓRN REYKJANES GEOPARK 2018-2019

 • Ásgeir Eríksson, formaður (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Magnús Stefánsson (f.h. Suðurnesjabæjar)
 • Sigurgestur Guðlaugsson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Fannar Jónasson, formaður (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Berglind Kristinsdóttir (f.h. Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja)
 • Kristín Vala Matthíasdóttir (f.h. HS Orku)
 • Árni Sigfússon (f.h. Bláa Lónsins)

Í varastjórn eiga sæti:

 • Kjartan Már Kjartansson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Jón Þórisson (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Bergur Álfþórsson (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Rakel Ósk Eckard (f.h. sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs)
 • Hanna María Kristjánsdóttir (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sindri Gíslason (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sigrún Elefsen (f.h. Ferðamálasamtaka Reykjaness)

Reykjanesskaginn er ungur hluti Íslands. Reykjanes Geopark er 829 km2. Hann er þurrlendishluti Mið- Atlantshafshryggjarnins, mjög eldvirkur eins og neðansjávarhlutinn. Út frá honum rekur tvær jarðskorpuplötur (-fleka) í gagnstæðar áttir, að meðaltali 2,0-2,5 cm á ári.

Á skaganum er að finna mörg móbergsfjöll og -fell frá jökulskeiðum á síðari hluta kvarteru ísaldarinnar, og enn fremur hraun og eldstöðvar af hlýskeiðum, einkum nútíma (sl. 11.500 ár).

Verkefnastjóri er Daníel Einarsson

Við styðjum bæði við ný sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki í nýsköpun.

Stuðningur við frumkvöðla felst m.a. í leigu á aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey en einnig er boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, markaðsáætlana og veita viðtöl og ráðgjöf til þess að fylgja nýsköpunarverkefnum eftir.

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra fyrir frumkvöðla.

Hægt er að panta viðtal hér.

Verkfærakista frumkvöðulsins

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/verkfaerakista-frumkvodulsins

Fjárfestakynningar

How To Create A Great Investor Pitch Deck For Startups Seeking Financing: https://www.forbes.com/sites/allbusiness/2017/03/04/how-to-create-a-great-investor-pitch-deck-for-startups-seeking-financing/#4ca34c782003

Linkar linkar með mjög góðum sýnidæmum(hægt að fletta glærunum):

30 Legendary Startup Pitch Decks And What You Can Learn From Them: https://piktochart.com/blog/startup-pitch-decks-what-you-can-learn/

35 Best Pitch Decks From 2017 That Investors Are Talking About: https://www.konsus.com/blog/35-best-pitch-deck-examples-2017/

Flott samantekt á lyftukynningu – Make your Pitch Perfect: The Elevator Pitch: https://www.youtube.com/watch?v=bZTWx2bftaw

Gott dæmi um stutta, hnitmiðaða kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=i6O98o2FRHw

Lýsið hugmyndinni í 1-2 setningum, – fínt reyna að fylla inn í þetta: http://nmi.is/media/391514/leidarvisir-fyrir-frumkvodla_fillable-form.pdf

Markaðssetning

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/markadsmal

Frumlegar leiðir til að markaðssetja fyrirtæki

asdf

Fréttir

SSS

Uppbyggingarsjóður úthlutar í fyrsta sinn

Prenta

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja úthlutaði í fyrsta sinn í gær styrkjum til 35 verkefna á Suðurnesjum fyrir samtals 45 milljónir króna.
(sjá einnig á vef Menntamálaráðuneytisins)

Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn hefur það markmið að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum, með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins. Sjóðurinn styrkir menningar- atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sóknaráætlun Suðurnesja á að tryggja einfaldari samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutn og umsýslu opinberra fjármuna.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í úthltunarreglum sjóðsins.

Alls var sótt um fyrir 99 verkefni til sjóðsins að þessu sinni og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 220 milljónir. Úthlutunarnefnd samþykkti að úthluta kr. 45.150.000 til 35 verkefna. Verkefnin skiptast í þrjá flokka. Í flokknum menning og listir hlutu 16 verkefni styrk, 11 verkefni í flokknum nýsköpun og þrónarverkefni og í flokknum stofnstyrkir hlutu 8 verkefni styrk.

Styrkþegar 2015

 1. Norrænir kvikmyndadagar á Suðurnesjum – Umsækjand: Norræna félagið í Garði, Erna M. Sveinbjarnardóttir, verkefnastjóri.
  Verkefnið lýtur að samstarfi norrænu félaganna á Suðurnesjum um tveggja daga norræna kvikmyndasýningu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.200.000.
 2. Upplýsingaskilti í Höfnum – Umsækjandi: Kirkjuvogskirkja, Árni Hinrik Hjartarson, verkefnastjóri.
  Verkefnið lýtur að uppsetningu skiltis við Kirkjuvogskirkju, elstu kirkjuna á Suðurnesjum, vegna fjölda ferðamanna sem heimsækja staðinn. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 200.000.
 3. Yfirfærsla tímaritsins Faxa á rafrænt form og inn á tímarit.is – Umsækjandi: Málfundafélagið Faxi, Kristinn Þór Jakobsson og Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjórar. Öll tölublöð Faxa til ársins 1980 hafa verið vistuð á vefnum timarit.is, félagið stefnir á að ljúka við verkefnið á árinu á 75 ára afmæli málfundafélagsins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 250.000.
 4. Rokkbúðir á Suðurnesjum fyrir 12 til 16 ára stelpur –  Umsækjandi: Stelpur rokka, Áslaug Einarsdóttir, verkefnastjóri.
  Meðal þess sem stúlkurnar læra í rokkbúðunum er að spila á hljóðfæri, spila í hljómsveit og semja lag. Auk þess sem þær taka þátt í vinnusmiðjum.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 350.000.
 5. Ljósmynda- og sögusýningin, Garðvegur 1, Arfur breyttrar verkmenningar – Umsækjandi: Þekkingarsetur Suðurnesja, Eydís Mary Jónsdóttir, verkefnastjóri.
  Ljósmyndasýningin mun leitast við að sýna þá merkilegur sögu og þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í og við Garðveg 1, en húsið var bygt sem frystihús á árunum 1941-2. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 450.000.
 6. Ómur frá liðnum tíma – Útvarpsþættir – Umsækjandi: Eiríkur Hermannsson sem jafnframt er verkefnastjóri. Umsækjandi hyggst ljúka gerð útvarpsþátta sem allir lúta að mannlífi og menningu á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.
 7. Garðskagaviti – Umsækjandi: Vitafélagið íslensk strandmenning, Sigurbjörg Árnadóttir, verkefnastjóri.
  Gamli garðskagavitinn er í hópi þeirra vita sem fyrst voru friðlýstir.   Á garðskagavitann vantar ljósahúsið og lýtur verkefnið að því að bæta úr þeirri vöntun á sköpunarverk hans. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 600.000.
 8. Kynning á bókmenntaarfinum – Umsækjandi: Almenningsbókasöfn á Suðurnesjum, Stefanía Gunnarsdóttir, verkefnastjóri. Haldin verða 6 bókmenntakvöld þar sem kynntar verða íslenskar bókmenntir bæði í formi upplestrar og fyrirlestrar um höfunda og efni í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700.000.
 9. Yfirfærsla U-Matic spóla á starfrænt form – Umsækjandi: Byggðasafn Reykjanesbæjar, Sigrún Ásta Jónsdóttir, verkefnastjóri. Miklvægt er að hafa aðgengi að góðu og fjölbreyttu úrvali efnis sem varðar sögu svæðisins. Þessi tegund myndbandsspóla í safninu er orðin úrelt og því miklvægt að fara af stað með þetta verkefni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700.000.
 10. Listasafn Reykjanesbæjar, tvær merkar sýningar árið 2015 – Umsækjandi: Listasafn Reykjanesbæjar, Valgerður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri. Markmiðið með þessum tveimur sýningum er að opna fyrsta flokks myndlistarsýningar sem vekja munu athygli langt út fyrir svæðið og því taka þátt í að auka straum gesta á Suðurnes. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
 11. Slökkviliðsminjasafn Íslands – Umsækjandi: Áhugamannasamtök um sögu slökkviliða á Íslandi, Ingvar Georgsson, verkefnastjóri.
  Verkefnið er að viðhalda sögunni og varðveita hana ásamt þeim búnaði sem slökkviliðsmenn hafa notað í gegnum tíðina ásamt því að sinna forvarnarfræðuslu fyrir börn. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
 12. Sjólyst, fyrsti áfangi viðhalds innan dyra – Umsækjandi: Hollvinir Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst, Erna M. Sveinbjarnardóttir, verkefnastjóri. Húsið Sjólyst var byggt árið 1890 og er friðað. Markmiðið er að koma því í upprunalegt horf. Fjölbreytt starfsemi verður í húsinu í anda Unu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
 13. Með blik í auga – Umsækjandi: Guðbrandur Einarsson sem einnig er verkefnastjóri. Markmið tónleikanna er að bjóða íbúum Suðurnesja og öðrum landsmönnum upp á menningarviðburð sem stenst samanburð við það sem best gerist. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
 14. List án landamæra – Umsækjandi: Sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum, Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri. Verkefnið er listahátíð sem haldin er einu sinni á ári með þátttöku fatlaðra og ófatlaðra listamanna, einstaklinga og hópa. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. 
 15. Skjaldbreið, hlaðan á Kálfatjörn – Umsækjandi: Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar, Helga Ragnarsdóttir, verkefnastjóri. 
  Endurbæturnar miða að því að hægt verði að nota Skjaldbreið til ýmissa samfélagslegra verka. Lögð er áhersla á  ferðaþjónustu allt árið  og einnig er lögð áherslaá  verklag og búskaparhætti forfeðra okkar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
 16. Future Fictions vinnustofa – Umsækjandi: OH, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, verkefnastjóri. Listrannsóknarverkefnið OH er alþjóðlegt samstarfsverkefni lista- og vísindamanna, menningar- og háskólastofnanna sem hefur aðsetur í gamla hliðinu á Ásbrú. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
 17. Veflausnin Akstursdagbók – Umsækjandi: Uppvís ehf, Helgi Þorkell Kristjánsson, verkefnastjóri
  Meginmarkmiðið með verkefninu er að fyrirtæki og stofnanir eigi möguleika á að hætta notkun aksturdagbókar í því formi sem nú þekkist og innleiða þess í stað rafrænar færslur í vefformi. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
 18. Ávinningur Heilsu – Umsækjandi: Lúxdís ehf, Svandís Ósk Gestsdóttir, verkefnastjóri.
  Verkefnið er að koma nýrri húðumhirðu línu á markaðinn undir nafninu Lúxdís skincare, samsettri úr hráefnum sem ekki hafa sést í íslenskum húðvörum áður. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
 19. Óperan Brúðkaup Fígarós – Umsækjandi: Norðuróp-óperufélag, Jóhann Smári Sævarsson, verkefnastjóri.
  Verkefnið lýtur að því að auka við menningarflóruna á svæðinu og skapa verkefni fyrir þá listamenn sem hér búa, auk þess að efla þjálfun ungra íslenskra söngvara í óperusöng. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.300.000.
 20. Göngu- og útivistarkort fyrir Reykjanesskaga – Umsækjandi: Reykjanes jarðvangur, Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri.
  Reykjanesskaginn er vinsælt svæði til útivistar og gönguferða. Nauðsynlegt er að koma til móts við þann fjölmenna hóp fólks sem nýtir sér merktar og ómerktar gönguleiðir til útivistar og atvinnusköpunar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
 21. Kötlumót í Reykjanesbæ – Umsækjandi: Karlakór Keflavíkur, Guðjón Þ. Kristjánsson, verkefnastjóri.
  Tilgangur Kötlumóts er að efla kynningu, samstarf og sönglíf meðal kórfélaga auk þess mun verkefnið stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
 22. Aquaculture of Certified Organic Icelandic Marine Macroalgae Species – Umsækjandi: Alkemistinn ehf. Daniel Coaten, verkefnastjóri.
  Markmið rannsóknarinnar er að hámarka mögulegt markaðsverðmæti íslenskra stórþörungategunda. Eftirspurnin fer vaxandi á heimsvísu til notkunar í matargerð, snyrtivöru- og lyfjaframleiðslu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
 23. Reykjanes Aurora – Umsækjandi: Rúnar Már Sigurvinsson og er hann einnig verkefnastjóri.
  Umsækjandi ætlar sér að skila góðri heildarmynd af mögulegri uppbyggingu við Reykjanesvita. Verkefnið mun vonandi veðra grunnur að þvi að uppbygging og framkvæmdir geti hafist við Reykjanesvita. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.
 24. Samfélagið og ferðaþjónustan, okkar samleið – Umsækjandi: Markaðsstofa Reykjaness, Suðurnesjamenn og Upplýsingamiðstöð Reykjaness.
  Stór hluti verkefnisins verður unnið  í samstarfi við Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum, og snýr að því að nota verkefnið þeirra Andlit bæjarins í kynningarátak fyrir Reykjanes.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.900.000.
 25. Endurbygging Gömlu búðar, framhald, verkþátturinn byggingarrannsóknir o.fl. Umsækjandi: Reykjanesbær, Valgerður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri.
  Gamlabúð er elsta húsið í Reykjanesbæ. Unnið er eftir nákvæmri áætlun við endurgerð hússins sem áætlað er að ljúki árið 2017. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 26. Endurbygging Fischershúss, framhald, verkþátturinn klæðöning utanhúss – Umsækjandi: Reykjanesbær, Valgerður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri.
  Fischershús, Hafnargata 2 var reist af kaupmanninum Waldimar Fischer árið 1881 fyrir verslun hans. Markmiðið er að endurgerð hússins verði lokið árið 2018. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 27. Vogur. Útstöð í Höfnum – Umsækjandi: Fornleifafræðistofan, Bjarni F. Einarsson, verkefnastjóri.
  Verkefni þetta er á lokastigi. Þörfin á nýjum stöðum sem geyma menningarminjar af því tagi sem Vogur er, er mikil, jafnvel knýjandi. Aðgengi er gott að staðnum og því ákjósanlegur áningarstaður ferðamanna. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 28. Safnahelgi á Suðurnesjum – Umsækjandi: Sveitarfélgöin fimm á Suðurnesjum, Valgerður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri.
  Verkefnið er liður í fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum með þvi að kynna þá fjölmörgu og frábæru ferðamannastaði sem nú þegar eru til staðar á svæðinu og teljast til safna og sýninga. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 29. Mekano fjöltengi – Umsækjandi: Mekano ehf, Sigurður Örn Hreindal Hannesson, verkefnastjóri.
  Verkefnið gengur út á að endurhanna, endurbæta og þróa nýja útgáfu af rafmagnsfjöltengi. Margar nýjungar verða kynntar sem miða að því að fækka snúrum og spennubreytum auk þess að bæta nýtingu á plássi. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 30. Vöruþróun og markaðssetning GeoSilica – Umsækjandi:  geoSilica Iceland ehf, Fida Abu Libdeh, verkefnastjóri.
  Markmið verkefnisins er vöruþróun, framleiðsla og markaðssetning á verðmætum heilsuvörum sem unnar eru úr kísilríku skiljuvatni jarðvarmavirkjanna. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 31. Lyfvirkar brjósksykur úr hákarlabrjóski og alkoxyglýseról úr hákarlalýsi – Umsækjandi: Holtsbúð 5, Þröstur Sigmundsson, verkefnastjóri.
  Fyrirtækið hyggst fullnýta hið dýrmæta hráefni sem hákarl er og nýta brjósk í vinnslu á fæðubótarefnum. Brjósksykur er þekkt fyrir að sýna margvísleg lífeðilisfræðileg áhrif. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 32. Þaraleður, Aukið virði þara með hátækni og hönnun – Umsækjand. Embla productions hf, Eydís Mary Jónsdóttir, verkefnastjóri.
  Markmið verkefnisins er að þróa umhverfisvæna aðferð til að breyta þara á þann hátt að hægt verði að nota hann á sama hátt og leður eða sútað roð og er nýtt hráefni fyrir textiliðnaðinn. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 33. Þróun mengunarmiðstöðvar með áherslu á líffræðilega mælikvarða – rannsóknir og vöktun í eiturefnavistfræði – Umsækjandi: Rannsóknarsetur háskóla Íslands á Suðurnesjum, Dr. Halldór Pálmar Halldórsson, verkefnastjóri.
  Markmiðið er að koma á fót mengunarmiðstöð með áherslu á líffræðilega mælikvarða, en notkun slíkra mælikvarða við rannsóknir á mengun og heilsu lífvera er tiltölulega ný af nálinni en í miklli sókn á heimsvísu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 34. Gagnvirk heilsugátt fyrir fyrirtæki og stofnanir á Íslandi – Umsækjandi: Jóhann Friðrik Friðriksson, verkefnastjóri.
 35. Verkefnið byggir á fjölþjóðlegu samstarfi sérfræðinga á sviði lýðheilsu auk íslenskra heilbrigðisstofnanna sem hafa það að markmiði að efla og stuðla að heilbrigði meðal íslensku þjóðarinnar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
 36. Ferskir Vindar – Umsækjandi: Ferskir Vindar, Mireya Samper, verkefnastjóri.
  Verkefnið er einstakur viðburður sinnar tegundar á Íslandi, mun þar að auki vera í hópi stærstu listahátíða á landinu í dag. Markmiðið með listahátíðinni er að vekja athygli á Suðurnesjum, efla menningu og listir og laða að ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.000.000.

Sjá einnig hér á vef Víkurfrétta.