Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn daganna 14.-15. október n.k. Fundurinn verður haldinn í Sveitarfélaginu Garði að þessu sinni. Dagskrá verður send út um leið og hún er tilbúin. Vinsamlega takið tímann frá.
VIÐVÖRUN! Búist er við stormi um allt land í dag 1 des. Vegna veðurs í dag eru íbúar sem nýta sér Strætó, beðnir um að fylgjast með á heimasíðu Strætó bs, sjá nánar hér.
Ef að ferðir falla niður hjá Leið 55 þá falla þær einnig niður á Suðurnesjum.
Heklan Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja býður til fundar um atvinnu-og menntamál í Bergi, Hljómahöll fimmtudaginn 3.desember kl.12.00 Hægt er að skrá sig á fundinn hér.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrki til dansskóla sem kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdansskóla. Styrkjunum er ætlað að efla framboð grunnnáms í listdansi. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að skólinn hafi hlotið viðurkenningu ráðuneytisins á starfseminni samkvæmt viðmiðum sem ráðuneytið hefur sett.
Nánari upplýsingar má finna hér á vef Mennta-og Menningarmálaráðuneytisins.
Landshlutasamtök á öllu landinu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 verði aukin framlög til eftirtalinna málaflokka sem allir eru gríðarlega mikilvægir fyrir byggðaþróun til framtíðar.
Sjá nánarhérá heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Í hverjum mánuði birtir Samband íslenskra sveitarfélaga töflu yfir þær greiðslur sem Fjársýsla ríkisins millifærir til sveitarsjóða vegna innheimtu á útsvari launþega. Yfirlit þessa árs með samanburði við fyrri ár og á milli sveitarfélaga má finna hér.
Samkvæmt ákvörðun Alþingis úthluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og velferðarráðuneyti styrkjum af safnliðum ráðuneytanna. Styrkir eru veittir til félaga, samtaka, fyrirtækja eða einstaklinga eftir því sem við á hjá hverju ráðuneyti.
NPA: Umsóknarfrestur til 30. nóvember 2015 Norðurslóðaáætlunin (NPA) styrkir samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðildarlanda, löndin innan NPA eru Ísland, Grænland, Færeyjar, Noregur Svíþjóð, Finnland, Írland, Norður-Írland og Skotland. NPA óskar núna aðeins eftir styrkumsóknum sem falla undir áherslur 3 og 4: 3. Verkefni sem hlúa að og efla orkuöryggi samfélaga á norðurslóðum, hvetja til orkusparnaðar eða notkun endurnýjanlegra orkugjafa.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn daganna 2.-3. október 2015. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ að þessu sinni.
Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 24. september og föstudaginn 25. september á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Endurmenntun Háskóla Íslands mun standa fyrir námskeiði í stefnumótun og áætlanagerð fyrir sveitarfélög, stofnanir og félagasamtök. Markmið námskeiðsins er að kynna raunhæfar aðferðir við gerð stefnumótandi áætlana fyrir stofnanir og sveitarfélög. Jafnfram verður stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera kynnt fyrir þátttakendum. Kennari er Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu og Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur í umbóta-og hagræðingarmálum í fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Námskeiðið verður haldið dagan 14. og 15. september.