Fréttir

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn daganna 14.-15. október n.k.  Fundurinn verður haldinn í Sveitarfélaginu Garði að þessu sinni.  Dagskrá verður send út um leið og hún er tilbúin.  Vinsamlega takið tímann frá.

Verkefnastjóri - Laust starf

Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, leitar að kraftmiklum starfsmanni í krefjandi starf verkefnisstjóra um stofnun og þróun jarðvangs á Reykjanesi. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31.12.2013. Verkefnið felst í því að leiða vinnu við stofnun jarðvangs á Reykjanesi. Verkefnisstjóri tekur þátt í að skapa og ýta úr vör áhugaverðu þróunarverkefni í ferðaþjónustu og vísindastarfi á Reykjanesi.

HÆFNISKRÖFUR 

Brautargengi í Reykjanesbæ

Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • Skrifi viðskiptaáætlun
  • Kynnist grundvallaratriðum varðandi stofnun fyrirtækja
  • Öðlist hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækjarekstri, s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjámálum og stjórnun

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, verkefnavinnu og persónulegri handleiðslu og hentar jafnt konum sem eru að hefja rekstur og konum sem reka nú þegar fyrirtæki.

Málefni fatlaðra flytjast til sveitarfélaganna

Málefni fatlaðra fluttust alfarið til sveitarfélaganna um áramótin.  Sveitarfélögin á Suðurnesjum mynda sameiginlegt þjónustusvæði.  Þjónustusvæðið fellur undir stjórn SSS en sérstakt þjónusturáð er hins vegar skipað félagsmálastjórum á svæðinu ásamt fulltrúa fatlaðra.  Þjónusturáðið sér um daglega umsýslu.

Þjóðhátíðarsjóður - Umsóknarfrestur er til og með 31.ágúst

Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir síðustu umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2010 vegna ársins 2011.  

Þjóðhátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá 30. september 1977 með áorðnum breytingum, var stofnaður í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi 1974.   

Fundur um atvinnumál í Reykjanesbæ

Fundur um atvinnumál í Reykjanesbæ í Virkjun, Ásbrú fimmtudaginn 20 maí kl 17:30   

Hvetjum alla til að mæta.  

Virkjun-virknimiðstöð boðar til fundar þar sem rætt verður um framtíðarhorfur í atvinnumálum hér í Reykjanesbæ. Mál sem okkur öllum er mjög hugleikið nú á tímum þegar tæp 15% atvinnuleysi er á Suðurnesjum, en trúum því og treystum að úr rætist.

Pages

Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis
Sveitarfélagið Garður
Grindavíkurbær
Reykjanesbær
Sandgerði
Sveitarfélagið Vogar