fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hádegiserindi í Eldey – fjármálalæsi og fjárfestingartækifæri á Íslandi

Veist þú hvað þú þarft mikið fjármagn í framtíðinni til að geta lifað óbreyttu lífi þegar þú hættir að vinna? Hvernig getum við búið til tekjustrauma með hversdagslegum hlutum eða athöfnum sem skemmtilegt er að útfæra til tekna?Húni Húnfjörð kynnir fjármálalæsi og fjárfestingartækifæri á Íslandi fyrir venjulegar fjölskyldur í Eldey frumkvöðlasetri þriðjudaginn 12. maí kl. 12:00.Farið verður yfir:• Vefsíðugerð• Snjallsímaforritun (gera sjálf/ur eða láta aðra gera það fyrir þig)• Blogg tækifæri• Fasteignir og aðrar fjárfestingar• Bókhald (ekki hefðbundið)• Kaupmáttur• Verðbólga• Verðtrygging• Tækifæri á Íslandi.Fjallað verður um fjárfestingatækifæri á Íslandi fyrir venjulegar fjölskyldur og hvernig þær geta nýtt sér tækifærin til að búa til erfanlegan lífeyrissjóð fyrir sjálfan sig og sína.Komdu og sjáðu hvað er í boði og hvernig við getum farið að vinna í framtíðinni þinni, algjörlega óháð aldri.Húni Húnfjörð útskrifaðist sem viðskiptafræðingur árið 2002 frá USA. Hann hefur Meistaragráðu í viðskiptafræði 2012 frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað sem frumkvöðull frá 2007. Húni hefur haldið námskeið í fjármálalæsi og fjárfestingum í Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hefur reynslu af snjallsímaforritun, vefsíðugerð, bloggi, kvikmyndagerð, hugmyndasmíði og framkvæmdastjórn svo dæmi séu tekin.Boðið verður upp á fría kynningu í Svaninum í hádeginu í Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú og eru allir velkomnir.