fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Menningarauðlind ferðaþjónustunnar

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tók þátt í ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar sem haldin var á Akureyri þann 14. maí sl. þar sem fjallað var um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030.

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stóð að ráðstefnunni í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og hlaut verkefnið styrk úr Hvata, sjóði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Einnig komu að ráðstefnunni fjöldi aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni.

Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða samspil og hlutverk menningar í ferðaþjónustu. Enn fremur er ráðstefnunni ætlað að skoða hvernig efla má gagnasöfn og rannsóknavirkni sem stuðlað getur að þróun og framförum á sviði menningarferðaþjónustu.