fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Samþykktir fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

Samþykktir fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

  1. grein
    Sveitarfélögin á Suðurnesjum, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar eiga með sér samband undir nafninu Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, skammstafað S.S.S.

Heimili og varnarþing þess skal vera í því sveitarfélagi þar sem aðalskrifstofa S.S.S. er á hverjum tíma.

  1. grein
    Markmið sambandsins eru:
    • Að vinna að hagsmunum aðildarsveitarfélaga
    • Að efla samvinnu sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna
    • Að efla búsetu og atvinnulíf á Suðurnesjum
    • Að vinna að sameiginlegum málum er löggjafinn kann að fela því
    • Að koma fram sem heild í sameiginlegum málum gagnvart ríkisvaldinu og öðrum
    • Að fylgjast með nýjungum á sviði sveitarstjórnarmála, jafnt innanlands sem erlendis

Kostnaður við rekstur sambandsins skal greiddur miðað við höfðatölu 1.okt. ár hvert.

  1. grein
    Stefna sambandsins í einstökum málaflokkum skal ákvörðuð á aðalfundi eða sambandsfundi í samræmi við markmið sambandsins.
  2. grein
    Aðalfundur skal að jafnaði haldinn í októbermánuði ár hvert nema á kosningaári, þá eigi síðar en 15. september. Til fundar skal boða með dagskrá með minnst einnar viku fyrirvara. Á dagskrá aðalfundar skulu vera eftirfarandi mál:
  3. Skýrsla stjórnar.
  4. Endurskoðaðir ársreikningur síðasta árs lagður fram til samþykktar.
  5. Stjórn sambandsins tilnefnd.
  6. Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafyrirtækis.
  7. Ákvörðun um greiðslu þóknunar til stjórnarmanna.
  8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Halda skal sambandsfund fyrri hluta hvers árs. Á þeim sambandsfundi skulu tekin fyrir þau málefni sem stjórn ákveður hverju sinni.

Aðra sambandsfundi skal halda þegar stjórn þykir þurfa, eða ein eða fleiri sveitarstjórn eða sjö eða fleiri sveitarstjórnarmenn krefjast þess skriflega, enda sé þá greint frá hvert fundarefni skuli vera.

Allir kjörnir fulltrúar á svæðinu eiga rétt til setu á aðal- og sambandsfundum. Ennfremur eiga bæjarstjórar og stjórnarmenn S.S.S. rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og sama gildir um framkvæmdastjóra S.S.S.

  1. grein
    Aðal- og sambandsfundir eru ályktunarbærir ef löglega er til þeirra boðað. Sambandsfundur er ályktunarbær ef 2/3 hlutar fulltrúa eru mættir en 2/3 hlutfall þeirra þarf til að samþykkja ályktanir. Ályktanir um fjárhagsmál eru þó ætíð háðar samþykki hverrar sveitarstjórnar. Þó er stjórn S.S.S. heimilt að samþykkja tilfærslu innan samþykktrar fjárhagsáætlunar samstarfsins.
  2. grein
    Stjórn sambandsins, sem annast málefni þess á milli funda, skal skipuð fjórum mönnum og fjórum til vara, sem tilnefndir eru af sveitarstjórnunum, einn frá hverri, og skulu tilnefningar liggja fyrir á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.

Fundarboð stjórnar ásamt fylgigögnum skal senda til allra kjörinna sveitarstjórnarmanna á starfssvæði S.S.S. Heimilt er að senda fundarboð með rafrænum hætti með minnst fjögurra daga fyrirvara. Þeim kjörnum fulltrúum, er ekki eiga sæti í stjórn sambandsins er heimilt að koma að athugasemdum við þau mál sem eru á dagskrá með minnst tveggja daga fyrirvara.

Framkvæmdarstjóri í umboði formanns stjórnar boðar til stjórnarfunda. Fundarboð stjórnar ásamt fylgigögnum skal senda til allra kjörinna sveitarstjórnarmanna á starfssvæði S.S.S. Heimilt er að senda fundarboð með rafrænum hætti með minnst fjögurra daga fyrirvara. Þeim kjörnum fulltrúum, er ekki eiga sæti í stjórn sambandsins er heimilt að koma að athugasemdum við þau mál sem eru á dagskrá með minnst tveggja daga fyrirvara.

Fundi stjórnar má halda í rafrænu fundarkerfi þegar það á við að mati formanns stjórnar og framkvæmdarstjóra.

Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfunda. Sama rétt á framkvæmdarstjóri.

Formaður stjórnar hefur heimild til að boða til skyndifundar með skemmri fyrirvara en starfsreglurnar kveða á um, enda sé það mat hans að málefni, sem ræða skal á fundinum þoli ekki bið.

Ef stjórn S.S.S. samþykkir að taka upp samstarf um einstaka málaflokka og kostnaður við viðkomandi verkefni er hærri en 5% af heildarútgjöldum S.S.S. á ársgrundvelli, skal bera það upp til samþykktar í sveitarstjórnum allra aðildarsveitarfélaga.

Stjórn S.S.S. getur ekki bundið aðildarsveitarfélögin nokkrum fjárhagsskuldbindingum, sem eru utan staðfestrar fjárhagsáætlunar eða erum umfram ráðstöfunarheimildir stjórnar, nema með formlegu samþykki allra aðildarsveitarfélaga.

Tillögum stjórnar S.S.S. um þau mál sem falla utan fjárhagsáætlunar, svæðisskipulags eða samstarfsverkefna og eru umfram ráðstöfunarheimildir stjórnar skal komið án tafar til sveitarstjórna til afgreiðslu eða umsagnar.

Samþykktir stjórnar skulu því aðeins ná fram að ganga að þær séu studdar af aðilum sem bera meirihluta kostnaðar við rekstur sambandsins og hafa meirihluta í stjórn þess.

  1. grein
    Stjórn sambandsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra til að sjá um daglegan rekstur og sér framkvæmdastjóri um að ráða annað starfsfólk.
  2. grein
    Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skal senda fjárhagsáætlun sína til aðildarsveitarfélaga sinna í síðasta lagi 31.október.
  3. grein
    Samþykktum þessum verður eingöngu breytt á aðalfundi, enda hljóti tillaga þar um samþykki minnst 3/4 hluta atkvæða. Tillögur til breytinga skulu hafa borist stjórn sambandsins eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund. Tillögur að breytingum á samþykktum skal senda út með fundardagskrá.
  4. grein
    Kjósi sveitarfélag að hætta þátttöku í sambandinu, skal tilkynna það stjórn eigi síðar en sex mánuðum fyrir aðalfund og tekur úrsögnin gildi um næstu áramót á eftir. Á kosningarári skal úrsögn tilkynnast fyrir 1. júlí. Við úrsögn skal reikna út eignarhlut eða skuld sveitarfélagsins í samtökunum. Fjárhagslegt uppgjör skal vera í hlutfalli við íbúafjölda miðað við 1.desember það ár sem úrsögn er tilkynnt. Hætti sveitarfélag þátttöku í sambandinu þá skal jafnframt fara fram endurskoðun á samþykktum þess.
  5. grein
    Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum verður ekki lagt niður nema tveir löglega boðaðir aðalfundir samþykki það með 2/3 hlutum atkvæða. Aðalfundirnir skulu haldnir með a.m.k. þriggja mánaða millibili. Tillaga að slitum sambandsins skal fylgja fundarboði. Áður en seinni fundurinn er haldinn skal afstaða aðildarsveitarfélaga til slitanna liggja fyrir. Til þess að slit á sambandinu nái fram að ganga þurfa 2/3 hlutar sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga að staðfesta þau.

Samþykktar á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Samþykktar 14. október 2023