fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

430. fundur SSS 16. desember 1997

 Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 16. desember kl. 13.00.

Mætt eru: Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 9/12 ´97 lögð fram og samþykkt.
Stjórn S.S.S. samþykkir að fela fjárhagsnefnd að koma með tillögur hvernig haga eigi greiðslu á  fjárhagsárinu 1998 vegna niðurstöðu á samræmdu starfsmati og vegna hækkunar á launaliðum stofnana umfram forsendur fjárhagsáætlun.  Ennfremur heimilar stjórn S.S.S. stjórnum viðkomandi stofnana að greiða út nú fyrir áramót með skammtímalántöku ef með þarf, þar til greiðslur berast frá sveitarfélögunum á næsta ári.

2. Fundargerð launanefndar S.S.S. frá 9/12 ´97 lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerð nefndar um yfirfærslu málefna fatlaðra frá 5/12 1997.
Drífa Sigfúsdóttir sagði frá fundi sem fulltrúar úr nefnd um yfirfærslu málefna fatlaðra í Reykjaneskjördæmi áttu með fulltrúum frá samsvarandi nefnd Reykjavíkur.

4. Tilnefning fulltrúa S.S.S. í stjórn Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum:

   Aðalmaður: Guðjón Guðmundsson
   Varamaður: Hallgrímur Bogason.

5. Framkvæmdastjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun S.S.S. 1998.  Samþykkt að leggja drögin fyrir Fjárhagsnefnd S.S.S.

6. Húsnæðismál S.S.S.
Farið var yfir teikningar og kostnaðaráætlun.  Nefndin vinnur áfram að málinu.

7. Sameiginleg mál.
Rætt um fyrirkomulag á flýtifjármögnun á framkvæmdum vegna D-álmu við SHS.  Eftirfarandi tillaga var samþykkt:

1.  Farið verði með verkefnið sem sérverkefni S.S.S
2.  Formaður og varaformaður S.S.S. myndi verkefnisstjórn um
     fjármögnun með framkvæmdastjóra S.S.S.
3.  Gert verði ráð fyrir að sveitarfélögin greiði 15% hlut sinn árlega.
4.  Gert er ráð fyrir að tekið verði lán vegna flýtiframkvæmda sbr.
     samning um D-álmu dags. 7/3 1997.
5.  Verkefnisstjóri leggur útfærðar tillögur fyrir fjárhaganefnd.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.15.