fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

595. fundur SSS 29. desember 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 29. desember kl. 10.00 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Garðar K. Vilhjálmsson, Petrína Baldursdóttir, Oddný Harðardóttir,  Óskar Gunnarsson, Róbert Ragnarsson,  Guðjón Guðmundsson  og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Samningur um almenningssamgöngur milli  Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins.
Á fundinn kom Ásmundur Friðriksson verkefnisstjóri og kynnti samninginn. Stjórnin samþykkir samninginn og framkvæmdastjóra falið að undirrita samning um almenningssamgöngur milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis.

2. Þjónustusamningur milli SSS og Kynnisferða. Ásmundur Friðriksson verkefnisstjóri kynnti  þjónustusamninginn.

3. Drög að skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnun Markaðsstofu ferðamála Suðurnesjum.  Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna.

4. Bréf dags. 18. des. ´08 frá Samgönguráðuneytinu um endurskoðun á hlutverki landshlutasamtaka.  Lagt fram og kynnt.

5. Bréf dags. 11/12 ´08 frá samgöngunefnd  Alþingis ásamt frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga og gatnagerðargjald, 185. mál, lögveðréttur fasteignaskatts og endurgreiðsla gatnagerðargjalds.  Afreiðslu frestað til næsta fundar

6. Bréf dags. 11/12 ´08 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009—2013, 192 mál. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7. Bréf dags. 11/12 frá umhverfisnefnd ásamt frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna, 187. mál, heildarlög. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8. Bréf dags. 17/12 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um eftirlaun forseta íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómar o.fl, 124. mál, eftirlaunaréttur og skerðing launa.  Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

9. Sameiginleg mál.
Tilnefning í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja:
Aðalmaður: Fanney D. Halldórsdóttir
Aðalmaður: Hjálmar Árnason
Varamaður: Áshildur Linnet
Varamaður: Böðvar Jónsson.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.45