fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

762. stjórnarfundur SSS 21. október 2020

Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 21. október, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Jóhann Friðrik Friðriksson, Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Ingþór Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Stjórnin skiptir með sér verkum. Formaður: Jóhann Friðrik Friðriksson – Reykjanesbær. Varaformaður: Ingþór Guðmundsson – Sveitarfélagið Vogar. Ritari: Hjálmar Hallgrímsson – Grindavíkurbær. Meðstjórnandi: Laufey Erlendsdóttir  – Suðurnesjabær. Samþykkt samhljóða.
  2. Ályktanir aðalfundar 2020. Framkvæmdastjóra falið að senda ályktunina til samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra sem og að fá fund með viðkomandi ráðherrum til að fylgja málinu eftir. Jafnframt verður ályktunin send þingmönnum kjördæmisins.
  3. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2021. Lagt fram til kynningar og vísað til fjárhagsnefndar S.S.S. Stefnt er á að halda sameiginlegan fund í byrjun nóvember.
  4. Umsögn landshlutasamtaka sveitarfélaga um drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, dags. 9. október 2020. Lagt fram.
  5. Bréf dags. 13. október 2020 frá SAF. Efni: Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum. Ferðaþjónusta er einn af lykilatvinnuvegum á Suðurnesjum sem og landsins alls en atvinnutekjur af ferðaþjónustu eru 42% á Suðurnesjum. Stjórn S.S.S. hvetur sveitarfélög til þess að leita allra leiða til að standa með fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna Covid-19.
  6. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja nr. 35, dags. 08.10.2020. Lagt fram.
  7. Fundargerð stjórnar Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness nr. 79, dags. 04.09.2020. Lagt fram. Stjórn S.S.S. lýsir yfir áhyggjum af stöðu fjármögnunar Markaðsstofunnar en núgildandi samningur hennar og Ferðamálastofu rennur út í árslok 2020. Undanfarin tvö ár hefur Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa unnið að undirbúningi og þróun að Áfangastaðastofum (DMO) á landsvísu, en gert hefur verið ráð fyrir að fjármögnun og hlutverk Markaðsstofa landshlutanna yrði sett inn í það form. Mjög mikilvægt er að ljúka samningsgerð sem fyrst til að tryggja samfellu í mikilvægu starfi við markaðssetningu og uppbyggingu ferðaþjónustu sem unnið er hjá Markaðsstofu Reykjaness fyrir landshlutann.
  8. Önnur mál. Stjórn S.S.S. mun eiga fund með fjárlaganefnd Alþingis n.k. laugardag kl. 10:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.