Starfsmenn - SSS

Starfsmenn

Logi Gunnarsson

Verkefnastjóri

Logi Gunnarsson er verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja og sinnir ráðgjöf. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur reynslu af störfum í verkefnastjórnun. Hann starfaði sem slíkur hjá viðskiptadeild Isavia áður en hann kom til starfa hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, en starfsferill hans hófst í vinnuskólanum í Njarðvík þegar hann var 14 ára gamall. Logi hefur verið einn af betri körfuboltamönnum landsins og spilar með Njarðvík. Hann spilaði erlendis sem atvinnumaður í yfir áratug, í Þýsklandi, Frakklandi, Spáni, Finnlandi og í Svíþjóð. Hann lék með íslenska landsliðinu í 18 ár. Logi er með boltann þegar kemur að verkefnum sem tengjast Sóknaráætlun Suðurnesja og verkefnum um uppbyggingu svæðisins. Færri vita að Logi er einn af þeim fáum leikmönnum í íslenskum íþróttum sem hefur spilað í efstu deild í fjórum áratugum en hann spilaði sitt fyrsta tímabil með meistaraflokki Njarðvíkur 1997.

Panta viðtal



    Til baka

    Panta viðtal





    Laufey Kristjánsdóttir

    Ritari

    Laufey tekur á móti gestum SSS hvort sem það er á skrifstofunni okkar eða í síma og er bráðnauðsynleg eins og ritarar eru.

    Ásdís Júlíusdóttir

    Skrifstofustjóri

    Ásdís sér til þess að skrifstofan haldi dampi, hún hefur yfirumsjón með skrifstofuhaldi og þá hefur hún líka umsjón með hluta bókhaldsstarfa SSS og tengdra stofnana.

    Ásta Margrét Jónsdóttir

    Launafulltrúi, bókari og gjaldkeri

    Ásta er einn af reyndari starfsmönnum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og hefur m.a. umsjón með því að launin séu greidd út á réttum tíma.

    Eyþór Sæmundsson

    Verkefnastjóri

    Eyþór er verkefnastjóri miðlunar og markaðssetningar hjá Markaðsstofu Reykjaness. Eyþór er uppalinn Njarðvíkingur með B.A. próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2011, lengst af hjá héraðsmiðlinum Víkurfréttum á Suðurnesjum með viðkomu á RÚV á Akureyri. Eyþór gerir sitt besta til að markaðssetja svæðið fyrir fjölmiðla og ferðamenn.

    Panta viðtal



      Til baka

      Panta viðtal





      Berglind Kristinsdóttir

      Framkvæmdastjóri

      Berglind er búsett í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í Keflavíkurhverfinu. Hún er uppalinn Njarðvíkingur af Hlíðaveginum. Berglind er með BSc. í viðskiptafræði, diplómapróf í opinberri stjórnsýslu og MPA próf í opinberri stjórnsýslu. Hún er framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heklunnar. Berglind hefur áhuga á mannlífi, líkamsrækt og bókalestri. Þessi mikli lestraráhugi hefur komið sér vel, þegar það þarf að lesa í gegnum háa bunka af lagafrumvörpum og áætlunargerðum.

      Daníel Einarsson

      Verkefnastjóri

      Daníel er jarðfræðingur og hefur lokið prófi í sjálfbærum orkuvísindum frá Háskólanum í Reykjavík. Þannig er samspil náttúru og manna honum hugleikin hvað varðar nýtingu auðlinda og má þar nefna sjálfbæra ferðaþjónustu og verndun náttúrunnar. Hann hefur mikla reynslu af störfum með æskulýð landsins og vill efla áhuga ungmenna og barna á náttúrunni og umhverfinu í gegnum Reykjanes Geopark. Daníel er einlægur áhugamaður um matreiðslu og vín og veit fátt betra en að spila golf með góðu fólki, fyrir utan að skella sér á gönguskíðin eða hjóla í fallegri náttúru.

      Panta viðtal



        Til baka

        Panta viðtal





        Þuríður Aradóttir Braun

        Verkefnastjóri

        Þuríður er fædd og uppalin í Öræfasveit umvafin sauðfé og ferðamönnum. Áhugi á ferðaþjónustunni er því rótgróinn og vegna þessa ákvað hún að sækja sér frekari menntun á þessu sviði í höfuðborginni. Að því loknu hóf hún störf hjá sveitarfélaginu Rangárþingi eystra sem markaðs- og kynningarfulltrúi og bjó þar í um áratug. Það er öllum hollt að leita sér frekari þekkingar og því tók hún diplóma í markaðssamskiptum og almannatengslum í Háskólanum í Reykjavík og MBA í stjórnun árið 2014. Þuríður hefur unnið hjá Markaðsstofu Reykjaness frá árinu 2013.

        Panta viðtal



          Til baka

          Panta viðtal





          Dagný Gísladóttir

          Verkefnastjóri

          Dagný hefur umsjón með markaðs- og kynningarmálum og veitir ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Dagný hefur starfað sem blaðamaður og kynningarstjóri, er íslenskufræðingur að mennt og hefur MA gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun.

          Panta viðtal



            Til baka

            Panta viðtal