
Fundir og fræðsla
Prenta
Heklan stendur reglulega fyrir viðburðum sem miða að því að veita upplýsingar um flest það sem snýr að nýsköpun, sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum og leiðir aðila á svæðinu saman. Þá er reglulega staðið fyrir viðburðum og kynningarfundum fyrir aðila í ferðaþjónustu á vegum Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark.
Við stöndum árlega fyrir haustfundi þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi í atvinnumálum á Suðurnesjum og á vorin er uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar.
Skráðu þig á póstlistann okkar og fylgstu með næstu viðburðum.