Fyrirtækjakönnun
Hér má sjá samantekt á fyrirtækjakönnun landshluta sem unnin hefur verið frá árinu 2018 en hún gefur góða mynd um stöðu atvinnulífsins.
Framkvæmd könnunarinnar er í höndum landshlutasamtaka og sér Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum SSS um þann hluta er snýr að Suðurnesjum. Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri en líka fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, einyrkjum og öðrum sem hafa fólk í vinnu.
Í könnuninni er spurt um menntunar- og fræðsluþörf fyrirtækja, hvort fyrirtæki hyggist fækka eða fjölga starfsmönnum, hvort ánægja sé með afkomu fyrirtækisins og hvernig þróun og nýsköpun sé háttað. Þá er sjónum sérstaklega beint að fjölskyldufyrirtækjum en komið hefur í ljós að þau geta haft óvenju mikla seiglu og haft ýmsa eiginleika sem stuðla að heilbrigðu atvinnulífi. Þá er spurt um helstu sóknarfæri og þörf á stuðningi og hvort verkefni hins opinbera eða stofnanir styðji við eða hindri starfsemi fyrirtækja.
Könnunin er unnin af Vífli Karlssyni hagfræðingi.