Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs | SSS

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur það að markmiði að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins.
Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sjóðurinn auglýsir styrki til umsóknar ár hvert.

 • Ragnar Guðmundsson formaður
 • Fríða Stefánsdóttir
 • Margrét Soffía Björnsdóttir (Sossa)
 • Brynja Kristjánsdóttir
 • Jón Emil Halldórsson
 • Jóngeir Hlinason
 • Davíð Páll Viðarsson

Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir og auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum einu sinni á ári.

Um sjóðinn
Regur sjóðsins
Úthlutanir

Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og fyrirtækja á Reykjanesi við að markaðssetja Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Helsta hlutverk markaðsstofunnar er að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu á Reykjanesi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

Meðal verkefna sem markaðsstofan sinn er er að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi, vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út. Markaðsstofan aðstoðar hagsmunaaðila við að samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins, tekur saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu og stuðlar að nýsköpun í ferðaþjónustunni á svæðinu ásamt því að veita aðstoð og ráðgjöf.

 • Kjartan Már Kjartansson formaður
 • Fannar Jónasson
 • Sigrún Árnadóttir
 • Magnús Stefánsson
 • Ásgeir Eiríksson
 • Guðjón Skúlason
 • Marta Jónsdóttir
 • Brynhildur Kristjánsdóttir

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum.
Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó á Reykjanesi og þar er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur.

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreifanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes Geopark er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar ólíkar eldstöðvar m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Geopark er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar.

Stjórn Reykjanes Geopark er skipuð sjö einstaklingum og sjö eru skipaðir til vara. Stjórnin er skipuð til eins árs í senn. Þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Hér má sjá fundargerðir stjórnar

STJÓRN REYKJANES GEOPARK 2018-2019

 • Ásgeir Eríksson, formaður (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Magnús Stefánsson (f.h. Suðurnesjabæjar)
 • Sigurgestur Guðlaugsson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Fannar Jónasson, formaður (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Berglind Kristinsdóttir (f.h. Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja)
 • Kristín Vala Matthíasdóttir (f.h. HS Orku)
 • Árni Sigfússon (f.h. Bláa Lónsins)

Í varastjórn eiga sæti:

 • Kjartan Már Kjartansson (f.h. Reykjanesbæjar)
 • Jón Þórisson (f.h. Grindavíkurbæjar)
 • Bergur Álfþórsson (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
 • Rakel Ósk Eckard (f.h. sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs)
 • Hanna María Kristjánsdóttir (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sindri Gíslason (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
 • Sigrún Elefsen (f.h. Ferðamálasamtaka Reykjaness)

Reykjanesskaginn er ungur hluti Íslands. Reykjanes Geopark er 829 km2. Hann er þurrlendishluti Mið- Atlantshafshryggjarnins, mjög eldvirkur eins og neðansjávarhlutinn. Út frá honum rekur tvær jarðskorpuplötur (-fleka) í gagnstæðar áttir, að meðaltali 2,0-2,5 cm á ári.

Á skaganum er að finna mörg móbergsfjöll og -fell frá jökulskeiðum á síðari hluta kvarteru ísaldarinnar, og enn fremur hraun og eldstöðvar af hlýskeiðum, einkum nútíma (sl. 11.500 ár).

Verkefnastjóri er Daníel Einarsson

Við styðjum bæði við ný sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki í nýsköpun.

Stuðningur við frumkvöðla felst m.a. í leigu á aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey en einnig er boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, markaðsáætlana og veita viðtöl og ráðgjöf til þess að fylgja nýsköpunarverkefnum eftir.

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra fyrir frumkvöðla.

Hægt er að panta viðtal hér.

Verkfærakista frumkvöðulsins

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/verkfaerakista-frumkvodulsins

Fjárfestakynningar

How To Create A Great Investor Pitch Deck For Startups Seeking Financing: https://www.forbes.com/sites/allbusiness/2017/03/04/how-to-create-a-great-investor-pitch-deck-for-startups-seeking-financing/#4ca34c782003

Linkar linkar með mjög góðum sýnidæmum(hægt að fletta glærunum):

30 Legendary Startup Pitch Decks And What You Can Learn From Them: https://piktochart.com/blog/startup-pitch-decks-what-you-can-learn/

35 Best Pitch Decks From 2017 That Investors Are Talking About: https://www.konsus.com/blog/35-best-pitch-deck-examples-2017/

Flott samantekt á lyftukynningu – Make your Pitch Perfect: The Elevator Pitch: https://www.youtube.com/watch?v=bZTWx2bftaw

Gott dæmi um stutta, hnitmiðaða kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=i6O98o2FRHw

Lýsið hugmyndinni í 1-2 setningum, – fínt reyna að fylla inn í þetta: http://nmi.is/media/391514/leidarvisir-fyrir-frumkvodla_fillable-form.pdf

Markaðssetning

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/markadsmal

Frumlegar leiðir til að markaðssetja fyrirtæki

asdf

Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs

Prenta

Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Suðurnesja 

1. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum.  Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður.

Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og þær metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Suðurnesja 2015-2019 og eftir reglum þessum.

2. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skipar sjö manna úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs. Þeir sem sitja í úthlutunarnefnd skulu gæta að hæfisreglum við ákvarðanatöku og víkja sæti ef fyrirliggjandi aðstæður eru til þess fallnar að draga úr trú á óhlutdrægni við val á verkefnum. Við mat á vanhæfi skal hafa til hliðsjónar ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

3. Starfsmaður Atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar í umboði stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sér um að auglýsa eftir umsóknum ganga frá þeim í hendur úthlutunarnefndar  og sjá um samskipti við styrkþega og eftirfylgni verkefna.

Almennt

1. Auglýsa skal eftir umsóknum og úthluta að lágmarki einu sinni á ári. Heimilt er að auglýsa eftir umsóknum tvisvar sinnum á ári ef ástæða þykir til. Miða skal við að á hverju ári sé úthlutað öllu árlegu fjármagni sjóðsins. Birta skal opinberlega lista yfir þau verkefni sem hljóta stuðning frá Uppbyggingarsjóðnum, upphæð fjárstuðnings og heildarkostnað verkefnis.

2. Umsóknir skulu vera á eyðublöðum Uppbyggingarsjóðs. Þeim skal skila með rafrænum hætti skv. leiðbeiningum á umsóknareyðublaði sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

3. Þeir geta sótt um í Uppbyggingarsjóð sem eru lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurnesjum. Stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga skulu að jafnaði ekki vera leiðandi aðili í verkefnum styrktum af Uppbyggingarsjóði.

4. Umsækjendur um stofn- og rekstarstyrki skulu vera lögaðilar á sviði menningarmála.

5. Umsækjendur skulu sýna fram á að minnsta kosti 50% mótframlag á móti styrkjum sjóðsins. Gera þarf grein fyrir því hvers eðlis mótframlagið er (vinnuframlag eða fjármagn) . Umsækjendur verða að geta sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla en uppbyggingarsjóð.

6. Umsækjandi skal að jafnaði hafa gengið frá lokaskýrslu vegna fyrri styrks áður en sótt er um styrk til framhalds verkefnis.

7. Umsækjandi ábyrgist að fullnægjandi leyfi séu fyrir framkvæmd verkefnis og notkun heimilda ef þarf, sem og öðrum þáttum verkefnis.

8. Lögð er áhersla á að verkefni sem sótt er um styrk til skulu unnin innan árs frá samþykkt úthlutunar. Þó er mögulegt að sækja um styrk til verkefna sem taka lengri tíma. Í lokaskýrslu þurfa að koma fram upplýsingar um framvindu og árangur borið saman við áætlanir í umsókninni og skilmála samnings. Ef úthlutun er lægri en sú fjárhæð sem um er sótt, má taka tillit til þess við mat á framvindu og árangri verkefnisins.  Framvindu- og lokaskýrsla skulu vera á eyðublöðum Uppbyggingarsjóðs.

9. Í umsókn þurfa að lágmarki að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

 • Markmið og hvernig verkefnið styður við sóknaráætlun Suðurnesja og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs.
 • Verklýsing og tímasett verkáætlun (kostnaðar- og fjármögnunaráætlun þ.m.t.).
 • Árangur sem stefnt er að með verkefninu.
 • Hver eru sameiginleg markmið umsækjenda (ef það á við).

Greiðsla styrkja

 • Uppbyggingarsjóður gerir samning við styrkþega áður en greiðslur hefjast. Styrkir  greiðist að jafnaði út eftir skilmálum samnings, framvindu verkefnis og framlögðum reikningum.
 • Styrkvilyrði að fjárhæð 500.000 krónum eða lægri, má greiða í tvennu lagi. Fyrri hlutann allt að 50%, er heimilt að greiða við upphaf verkefnis ef styrkþegi óskar þess. Lokagreiðsla fer fram þegar verkefninu er lokið og styrkhafi hefur skilað fullnægjandi lokaskýrslu.
 • Styrkvilyrði hærri en 500.000 krónur greiðast út eftir framvindu verkefnis og skil á áfangskýrslu. Við undirritun samnings og upphaf verkefnis er þó heimilt að greiða allt að 20% samningsupphæðar. Heimilt er að greiða allt að 60% styrkupphæðar við skil á framvinduskýrslum. Lokagreiðsla fer fram að verkefni loknu þegar styrkhafi hefur skilað fullnægjandi lokaskýrslu.
 • Framvindu- og lokaskýrslu skal skilað á sérstökum eyðublöðum Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja.

Áherslur Uppbyggingarsjóðs

1. Sóknaráætlun. Verkefni þarf að stuðla að framgangi Sóknaráætlunar Suðurnesja.

2. Samstarf. Æskilegt er að fleiri en tveir þátttakendur standi á bak við hverja umsókn (samstafsaðilar). Mikilvægt er að fram komi hvernig samstarfið mun gagnast verkefninu. Þetta á þó ekki við minni menningarverkefni.

3. Aðkoma fræðastofnana: Samstarf við háskóla, rannsókna- eða fræðastofnanir skal teljast umsóknum til tekna, sé verkefnið þess eðlis.

4. Vaxtarmöguleikar: Stuðlar verkefnið að nýsköpun og atvinnuþróun í landshlutanum. Er líklegt að verkefnið haldi áfram eftir að stuðningi líkur.  Skapast störf á verktímanum.

5. Samfélagsleg áhrif/virði. Er verkefnið líklegt til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Eflir verkefnið samstarf á Suðurnesjum á sviði menningar og ferðaþjónustu.

Styrkhæfur kostnaður

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja tekur þátt í fjármögnun styrkhæfs kostnaðar. Styrkhæfur kostnaður skal koma fram í umsókn um stuðning. Hér að neðan fylgja dæmi um styrkhæfan kostnað.

1. Laun og launatengd gjöld. Aðeins verður tekinn til greina sá tími sem unnin er í verkefninu. Launakostnaður miðast við útborguð laun að viðbættum launatengdum gjöldum. Til hliðsjónar skulu vera almennir kjarasamningar og stofnanasamningar. Ekki er hægt að nota útseldan taxta til viðmiðunar við útreikning launa.

2. Ferða- og fundakostnaður. Gerð skal grein fyrir öllum ferðum bæði utanlands og innanlands, hver sé tilgangur ferðanna, hvert verði farið og áætlun um ferðakostnað. Leitast skal við að velja sem ódýrastan og umhverfisvænan ferðamáta.

3. Aðföng. Lýsa þarf í umsókn hvers konar aðföng eru nauðsynleg fyrir verkefnið.

4. Búnaður. Heimilt er að kaupa sérhæfðan búnað sem nauðsynlegur er fyrir framgang verkefnisins.

5. Aðkeypt þjónusta. Í umsókn skal lýsa aðkeyptri þjónustu (t.d. verktakagreiðslur) og af hverjum þjónustan verður keypt. Gera á grein fyrir hvað felst í hinni aðkeyptu þjónustu eða ráðgjöf, hvað þjónustan mun kosta, hver er hinn skilgreindi afrakstur og hverjir afgreiðsluskilmálarnir verða.

Uppbyggingarsjóður fjármagnar ekki:

1. Fjárfestingar í fyrirtækjum, kaup á lóðum eða húsnæði.

2. Skráningar menningarminja, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir eða almennar samkomur (sbr. sýningar án skilgreindrar sérstöðu),  almenn bókaútgáfa, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla. Ekki eru veittir styrkir til lokaverkefna í skólum né til námsgagnagerðar.

3. Kostnað sem fallið hefur til áður en umsókn var samþykkt af úthlutunarnefnd er ekki styrkhæfur.