Hakkit stafræn smiðja - SSS
#

Hakkit stafræn smiðja

Prenta

Hakkit er stafræn smiðja sem miðar að því að tengja saman tækni og hönnun og er styrkt af Sóknaráætlun Suðuresja og Nýsköpunarmiðstöð Íslands en verkefninu er stýrt af Keili, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs á Suðurnesjum.

Hakkit byggir að hluta til á reynslu Fablab á Íslandi en þó enn frekar á grunni Hackerspace/Hakkasmiðja sem líta má á sem samfélagslega vinnustofu, tilraunastofu og eða verkstæði „garage“ þar sem einstaklingar með mismunandi þekkingu og hæfileika geta samnýtt, búið til og skiptst á hlutum, þekkingu og hugmyndum.

hakkit

hakkit-forsida

Í Hakkit má finna: þrívíddarprentara, vínilprentara, laserprentara og cnc fræsara auk rafeindabúnaðar og minni verkfæra.

Áhersla er lögð á endurvinnslu og grænt umhverfi þar sem unnið verður með „ónýt“ tæki og búnað og þeim fundin ný hlutverk í stað förgunar – á skapandi hátt.

Nánar um Hakkit
Hafa samband