fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Á ráðstefnunni Flæði Framtíðar sem haldin verður í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ þann 15. nóvember 2024 verður fjallað um áhrif og möguleika gervigreindar í þróun og eflingu nýsköpunar, sjálfvirkni og tæknimenntunar.

Markmið málþingsins er að varpa ljósi á hvernig tæknin er að breyta samfélaginu og skapa umræðu um hvernig við getum búið okkur sem best undir þær breytingar. Boðið verður upp á fyrirlestra og hringborðsumræður með kunnáttufólki á sviði tækni, fræða og rekstri fyrirtækja sem vinna með nýsköpun, gervigreind eða sjálfvirkni í sínum rekstri. Flæði Framtíðar er vettvangur fyrir fyrirtæki, samtök, menntastofnanir og einstaklinga sem vilja taka þátt í að móta framtíðina, stuðla að sjálfbærri þróun og betra samfélagi.

Dagskrá:

14:00     Fundarstjóri, Vilhjálmur Magnússon, verkefnisstjóri Fab Lab Suðurnes setur ráðstefnuna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, opnar þingið með ávarpi.

14:20     Fyrirlestur á ensku: Artificial Intelligence: Past, Present & Future
 Kristinn R. Þórisson, prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík.

14:55     Fyrirlestur á ensku: What it takes for a data center to host an AI service
Ásdís Ólafsdóttir, Sustainability Manager hjá AtNorth

15:10     Fyrirlestur á ensku: The Impact of AI on Innovation, Education and The Labor Market
Snezhina Duevska, sérfræðingur hjá Nora.ai / Norwegian Artificial Intelligence Research Consortium.

15:40     Kaffihlé.

15:55     Fyrirlestur á íslensku: Jarðhræringar uppspretta nýrra lausna
Lilja Magnúsdóttir, deildarstjóri auðlindastýringar hjá HS Orku.

16:10     Fyrirlestur á íslensku: Síðustu 10 ár og næstu 10 ár – Saga og framtíð Algalíf
Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Algalíf.

16:30     Fyrirlestur á íslensku: Framtíð svepparæktunar: Nýsköpun og tæknilausnir fjórðu iðnbyltingarinnar
Unnur Kolka Leifsdóttir, CTO og Nílsína Larsen, CEO hjá Svepparíkinu.

16:50     Fyrirlestur á íslensku: Sjálfbær nýsköpun í Grænum Iðngörðum
Justine Vanhalst, Project Manager hjá Grænum Iðngörðum.

17:00     Hringborðsumræður.

17:30     Ráðstefnulok.

Til þess að taka þátt þarf að skrá sig hér að neðan. Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnunni, en verkefnið er styrkt af 
Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Yfirlit ráðstefnunnar:

  •  Heiti: Flæði Framtíðar: Ráðstefna um nýsköpunarumhverfi á Suðurnesjum
  •  Dags. og tími: 15. nóvember 2024, kl. 14:00 til 17:30
  • Staðsetning: Hljómahöll, Reykjanesbæ.
  • Þema: Nýsköpun, gervigreind og sjálfvirkni. Einnig verður fjallað um mikilvægi menntunar á þessum sviðum.
  • Skipuleggjandi: Fab Lab Suðurnes ásamt samstarfsaðilum
  • Eftirfarandi samtök, stofnanir og fyrirtæki standa að ráðstefnunni: Fab Lab Suðurnes (aðalskipuleggjandi), Nora.ai, Háskólinn í Reykjavík, Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Algalíf, HS Orka, Svepparíkið, atNorth, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Grænir Iðngarðar.
Vinsamlegast skráðu fullt nafn
Vinsamlegast skráðu netfang