Byggðastofnun á Suðurnesjum
-
Dagsetning
9. apríl, 2025
-
Tími
12:00
Miðvikudaginn 9. apríl kl. 12:00 verður opinn fundur á samskiptaforritinu Teams um atvinnuþróun á Suðurnesjum, lánamöguleika Byggðastofnunar vegna atvinnurekstrar og styrki Byggðaáætlunar.
Fundurinn er hluti af fundaröð Byggðastofnunar og Landshlutasamtakanna.
Að fundi loknum gefst tækifæri til að bóka fund með atvinnuráðgjafa og/eða lánasérfræðingi Byggðastofnunar til að ræða einstaka málefni.