fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna: Viðskiptaáætlun á mannamáli

Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna verður haldið í hádeginu á morgun 6. maí en þar mun Magnús Barðdal fara yfir gerð viðskiptaáætlana, hvað skiptir máli og hvernig viðskiptaáætlun getur sagt sögu verkefnisins. Fyrirlesturinn hentar bæði þeim sem eru að stíga sin fyrstu skref og þeim sem vilja skerpa framsetningu sína. Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta sér hin ýmsu tæki og tól til að hjálpa sér við að koma sér af stað.
Magnús Barðdal hefur mikla þekkingu úr fjármálageiranum ásamt því að hann hefur sjálfur staðið í rekstri þar sem gerð viðskiptaáætlana hefur skipt máli því mun hann leiða okkur í allan sannleikan um hvernig góð viðskiptaáætlun verður til.

Hlekkur á fundinn

Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði þar sem boðið verður upp á fjölbreytta fræðslu fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna. Fræðsluhádegin eru öllum opin og þeim að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig til þess að fá fundarboð.

Hvað eru landshlutasamtökin?
Öll sveitarfélög á Íslandi eru aðilar að landshlutasamtökunum, en Landshlutasamtök sveitarfélaga eru hagsmunasamtök sveitarfélaga á tilgreindum starfssvæðum. Meginhlutverk allra landshlutasamtaka er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum.