Íþróttasjóður
-
Dagsetning
2. október, 2024
-
Tími
23:59
Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00, mánudaginn 2. október 2023.
Hvað er styrkt?
Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta;
- Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
- Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, sérstök áhersla verðurlögð á verkefni sem stuðla að inngildingu í íþróttum
- Fjölbreytt verkefni sem hvetja ungt fólk sérstaklega til að taka þátt og hreyfa sig reglulega
- Íþróttarannsókna
- Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga
Skilyrði úthlutunar
Verkefnin þurfa að falla að markmiðum Íþróttalaga. Þar segir að íþróttir séu hvers konar líkamleg þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.
Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir kl. 15:00, 1. október 2024
Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, eyðublöðum fyrir skýrslur, matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á síðu sjóðsins