fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Kynningarfundur NPA


Kynningarfundur NPA verður haldinn 12. september kl. 13 og er hægt að skrá þátttöku hér.

Norðurslóðaáætlunin – Northern Periphery and Arctic Programme auglýsir eftir styrkumsóknum en áætlunin er samstarfsvettvangur Evrópusambandsríkjanna Írlands,  Svíþjóðar og Finnlands og svo Noregs, Íslands, Grænlands og Færeyja. Umsóknarfrestur er til 30. september 2023 kl. 11:59.

Umfang verkefnastuðnings og skilyrði:

Forverkefni: Hámarkstærð verkefna er 100 þúsund evrur og verkefnistíminn sex eða tólf mánuðir. Stuðningur er háður 35% mótframlagi. Skilyrði er að þáttakendur séu a.m.k. frá tveimur löndum og annar frá Evrópusambandslandi. Forverkefnisstuðningur er til að móta verkefni, leita samstarfsaðila og skrifa aðalumsókn. 

Aðalverkefni: Viðmiðunarstærð/upphæð aðalverkefna er 1,5 milljónir evra og er stuðningur háður 35% – 50% mótframlagi eftir löndum. Hámarksupphæð íslenskrar þátttöku í einstökum verkefnum er 200 þús. evrur og styrkhlutfallið 65% (130 þús. evrur) en var 60% á fyrra áætlunartímabili. Skilyrði er að þátttakendur séu frá a.m.k. þremur löndum og þar af verður einn að vera frá Evrópusambandslandi. Æskilegt er einnig að verkefnisaðilar komi frá a.m.k. tveimur af þremur landfræðiheildum áætlunarsvæðisins; Finnlandi-Svíþjóð-Noregi; Írland; Færeyjum-Íslandi-Grænlandi. Verkefnistími er allt að 36 mánuðir. 

Brúarverkefni: Eru til að byggja brú á milli áherslna 2014-2020 áætlunarinnar og 2021-2027 áætlunarinnar og þurfa því að ávarpa áherslur beggja áætlana. Megin inntakið er þróun verkefnishugmyndar, leit að samstarfsaðilum og undirbúningur umsóknar um aðalverkefni. Verkefnistíminn er að hámarki sex mánuðir og styrkhlutfallið 65% eins og í aðalverkefnum. Frekari upplýsingar um brúarverkefni má nálgast hér.