fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Kynningarfundur um almyrkva á Íslandi

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes jarðvangur boða til kynningarfundar um almyrkva verður á Íslandi 12. ágúst 2026. Fundurinn fer fram í Hljómahöll, mánudaginn 19. ágúst, kl. 11.00-12.30.

Skráðu þig hér!

Miðað við þá athygli sem slíkur atburður fær og álag á innviði svæða sem bjóða uppá besta mögulega útsýnið, þá er ekki úr vegi að byrja að huga að kynningarmálum og uppbyggingu innviða fyrir þennan atburð. Reiknað er meðað útsýni á almyrkvann verði með besta móti á Reykjanesi.

Mikill áhugi er meðal ferðamanna víða um heim að berja þennan einstaka atburð augum. Ferðaskrifstofur eru byrjaðar að selja í sérstakar ferðir til Íslands vegna almyrkvans og skemmtiferðaskip byrjuð að bóka hafnir á þessum degi.

Sævar Helgi mætir á fundinn og kynnir fyrir okkur almyrkvann, athyglina sem slíkur atburður hefur haft á önnur svæði og möguleg verkefni sem áhugi á slíkum atburði getur haft á svæði sem best eru til þess fallinn að berja hann augum.

Meðal þess sem verður skoðað er:

  • Hegðun ferðamanna.
  • Umferð og umferðaröryggi.
  • Útsýnisstaðir/ljósmyndastaðir, undirbúningur og þróun. Skilgreina þarf bestu staðina en líklegir eru til dæmis: Garður, Sandgerði, Reykjanestá, Kleifarvatn, Hvalsnes ofl.
  • Kynningarmál.

Upplýsingar um atburðinn má finna inn á vefsíðu Sævars (eclipse2026.is).

Nánari upplýsingar um dagskrá verður kynnt frekar þegar nær dregur.

Skráning á fundinn fer fram hér.