Menntamorgunn ferðaþjónustunnar
-
Dagsetning
23. október, 2024
-
Tími
11:00 - 11:45
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 23. október kl. 11:00-11:45. Fundurinn verður í streymi á Facebook.
Á fundinum verður rætt um hvaðan okkar erlendu gestir eru að koma og hvernig er best að ná til þeirra með markvissri markaðssetningu. Erindi halda Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðssviðs Íslandsstofu, Andreas Örn Aðalsteinsson, yfirmaður stafrænu deildar Sahara og Birgir Már Daníelsson, markaðsstjóri hjá Hvammsvík.