Samvinnustyrkur til Norrænna menningarverkefna
-
Dagsetning
12. september, 2024
-
Tími
Heildags viðburður
Menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordisk kulturkontakt, stendur fyrir og sér um ýmsa styrki á sviði norræns menningarsamstarfs og norræna verkefna.
Culture and Art Programme veitir styrki til einstaklinga, hópa og stofnana innan allra tegunda lista og menningar. Verkefni mega vera á öllum stigum en þurfa að vera samvinnuverkefni að minnsta kosti þriggja landa, þar af verða tvö að vera norræn. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári.
Sjá nánar hér hvað er styrkhæft og hvað ekki: Culture and Art Programme – Nordic Culture Point (nordiskkulturkontakt.org)
Sjóðurinn styrkir allt að 7.000 evrum ef ekkert mótframlag er til staðar.
Sjóðurinn styrkir allt að 40.000 evrum ef mótframlag er að minnsta kosti 30%.
Sjóðurinn styrkir allt að 100.000 evrum ef mótframlag er að minnsta kosti 50%.
Norræna húsið býður uppá ráðgjöf varðandi alla styrki á vegum Nordisk kulturkontakt, vinsamlegast hafið samband við Kolbrúnu Ýri Einarsdóttur – kolbrun (at) nordichouse.is til að fá nánari upplýsingar.
Jafnframt er hægt að hafa samband beint við umsjónaraðila sjóðsins, Geir Lindahl geir.Lindahl (at) nordiskkulturkontakt.org
Umsóknarfrestur er tvisvar sinnum á ári.