fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

37. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

37. fundur

37. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 4. maí 2023, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Björn Ingi Edvardsson, Guðmundur Björnsson, Jón Guðnason, Andri Rúnar Sigurðsson, Eysteinn Eyjólfsson, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Fannar Jónasson, Kjartan Már Kjartansson, Gunnar K. Ottósson, Magnús Stefánsson, Gunnar A. Axelsson, Laufey Erlendsdóttir, Davíð Oddgeirsson, Hallfríður Hólmgrímsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestur fundarins: Stefán Gunnar Thors, ráðgjafi.

Forföll boðuðu þeir Einar Jón Pálsson, Atli Geir Júlíusson og Jón B. Einarsson

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Dagskrá:

  1. Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja, vinnustofa yfirferð á texta.
    Uppfærsla á áherslum, markmiðum og áskorun. Niðurstöður vinnuhópa. Farið var yfir málaflokkinn loftlagsmál. Skjalið var uppfært í samræmi við umræður fundarmanna.
  2. Stefán benti á að efnið sem búið er að vinna á vinnustofunum er komið inn á vefsjánna. Mikið efni er komið inn og nefndarfólk hefur möguleika á því að koma athugasemdum að. Lagt er til að mælaborð kolefnisbókhalds og samfélagsbókhalds sveitarfélaganna verði tengt við Svæðisskipulagið. Reykjanesbær er eitt af þeim sveitarfélögum sem tekur þátt í verkefni á vegum Byggðastofnunar um áhrif loftlagsbreytinga á sveitarfélög. Í tilfelli Reykjanesbæjar er verið að skoða áhrif með tilliti til ofsaveðurs, lagt er til að horft sé til þeirra gagna við endurskoðunina.
  3.  Samantekt á samræmi svæðisskipulagsins og K64.
    Stefán fór yfir samræmi svæðisskipulagsins og K64 en mikla samlegð er að finna í mörgum flokkum. Lagt er til að sú mikla vinna sem búið er að leggja í þróunaráætlun K64 verði nýtt í endurskoðun Svæðisskipulagsins.
  4. Sameiginlegur fundur svæðisskipulagsnefnda höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.
    Drög að ályktun og dagskrá. Samþykkt með áorðnum breytingum
  5. Næstu skref.
    Formaður nefndarinnar lagði fram áætlun um fundi Svæðisskipulagsnefndarinnar út árið 2023. Framkvæmdastjóra falið að senda út fundarboð á nefndarfólks.
  6. Önnur mál.
    Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:10. Fundargerð verður undirrituð með rafrænum hætti og verður send fundarmönnum að loknum fundi.

Attachments