Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Panta viðtal

Ráðgjafar

Athugaðu hvaða ráðgjafi á best við þitt erindi og bókaðu tíma!

Þuríður Aradóttir Braun

Verkefnastjóri

Þuríður er fædd og uppalin í Öræfasveit umvafin sauðfé og ferðamönnum. Þuríður hefur diplóma í markaðssamskiptum og almannatengslum frá Háskólanum í Reykjavík og MBA í stjórnun.

Daníel Einarsson

Verkefnastjóri

Daníel er jarðfræðingur og hefur lokið prófi í sjálfbærum orkuvísindum frá Háskólanum í Reykjavík. Samspil náttúru og manna er honum hugleikin hvað varðar nýtingu auðlinda.

Eyþór Sæmundsson

Verkefnastjóri

Eyþór er verkefnastjóri miðlunar og markaðssetningar hjá Markaðsstofu Reykjaness. Eyþór er uppalinn Njarðvíkingur með B.A. próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Snjólaug Jakobsdóttir

Verkefnastjóri

Snjólaug er verkefnastjóri fjármála og reksturs. Hún er Njarðvíkingur og búsett í Innri Njarðvík. Snjólaug er með BSc. í viðskiptafræði, MBA gráðu í stjórnun og er löggiltur fasteigna- og skipasali. Hún hefur m.a. átt matvöruverslun, rekið fasteignasölu og unnið við birgða- og innkaupastjórnun. Snjólaug hefur áhuga á tónlist, er í kór og spilar á píanó. Hún getur ekki verið án þess að fara í ræktina og hefur gaman að fjallgöngum og flestri hreyfingu.

Logi Gunnarsson

Verkefnastjóri

Logi Gunnarsson er verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja og sinnir ráðgjöf. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur reynslu af störfum í verkefnastjórnun.

Dagný Maggýjar

Verkefnastjóri

Dagný hefur umsjón með markaðs- og kynningarmálum og veitir ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Dagný hefur MA gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun.