fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fab lab Suðurnes

Fablab Suðurnes er starfrækt í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab gefur ungum sem öldnum, einstaklingum, frumkvöðlum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Stjórn Fablab skipa fulltrúar frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Reykjanesbæ og menntastofnunum á svæðinu auk ríkisins.

Fablab mun bjóða upp á ýmiss námskeið og hægt er að panta tíma til þess að vinna í verkefnum auk þess sem það er með fastan opnunartíma.

Verkefnastjóri er Vilhjálmur Magnússon.

Upplýsingar
Facebook síða Fablab Suðurnes
Sími 862 0648
fablab@fss.is