fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Startup Landið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Startup Landið sem er viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni.

Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort sem þau eru unnin af einstaklingum, sprotafyrirtækjum eða innan rótgróinna fyrirtækja. 

Nánar

Könnun fyrirtækja

Nú stendur yfir fyrirtækjakönnun landshluta en niðurstöðurnar gefa góðar vísbendingar sem nýtast við þróun atvinnu á svæðinu og eru fyrirtæki hvött til þess að taka þátt.

Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri en líka fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, einyrkjum og öðrum sem hafa fólk í vinnu.

Taka þátt

Gagnatorg Suðurnesja

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur sett upp Gagnatorg fyrir Suðurnes þar sem nálgast má áhugaverðar tölur og gögn um svæðið.

Gagnatorg

Eldey opnar á ný

Eldey frumkvöðlasetur hefur opnað á ný að Keilisbraut á Ásbrú en þar býðst glæsileg vinnuaðstaða með aðgangi að fundarherbergjum, kaffistofu og neti.

Þeir sem vinna að nýsköpunarhugmyndum á frumstigi geta sótt um aðstöðu en frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri dagny@heklan.is

Sækja um

Jarðhræringar

Hér má nálgast allar upplýsingar um jarðhræringar og eldgosavá á Reykjanesi.

Markaðsstofa Reykjaness heldur utan um upplýsingar fyrir gesti á svæðinu en þar má m.a. nálgast myndir af gosinu, skoða 360 gráður yfirlitsmyndir, vefmyndavélar og fá upplýsingar um gönguleiðir og bílastæði.

Á island.is má einnig finna upplýsingar og umsóknareyðublöð fyrir íbúa.

Nánar

Hvað er SSS?

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Suðurnesjum. SSS vinnur að sameiginlegum hagsmunum, styður við atvinnulíf og byggðaþróun og vinnur að verkefnum sem styrkja svæðið í heild.

Markmiðið er að efla samvinnu, bæta þjónustu og tryggja öfluga þátttöku sveitarfélaganna í málefnum sem varða svæðið allt.

Sveitarfélög

Á svæðinu búa um 30.000 manns og fer þeim sífellt fjölgandi

Góðar sögur – hlaðvarp