Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Leitar þú að einhverju sérstöku?
Þú getur byrjað hér
Smelltu á valmynd í leit eða skrifaðu það sem þú leitar að
Fréttir
Hér má finna allar fréttir sem rata inn á vef SSS
Sveitarfélög
Á svæðinu búa um 30.000 manns og fer þeim sífellt fjölgandi
Áhersluverkefni
Líttu á nokkur af þeim áhersluverkefnum sem SSS sinnir hverju sinni
Góðar sögur – hlaðvarp
Góðar, fyndnar, jafnvel sorglegar en umfram allt einlægar sögur af góðu fólki á Reykjanesi. Umsjón er í höndum Dagnýjar Maggýjar og Eyþórs Sæmundssonar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Suðurnesja og unnið af starfsmönnum Heklunnar, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja og Markaðsstofu Reykjaness. Alla þætti má nálgast á reykjanes.is og facebook.com/godarsogur
Umhverfið í kringum heimaslóðirnar í Grindavík hefur alltaf verið griðarstaður fyrir Ingiberg Þór Jónasson ljósmyndara. Náttúran veitir honum hugarró og jafnvægi í lífsins ólgusjó. Hann fór fyrst á sjóinn um fermingaraldur og lærði þar heilmargt. Hann háði baráttu við Bakkus og missti móður sína ungur að árum.
Í dag er hann ljósmyndari í heimsklassa og hálfgerður talsmaður Grindavíkur þar sem hann er við stjórnartaumana hjá körfuboltaliðum félagsins.