Uppbyggingarsjóður
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður sem styður við menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Sjóðurinn auglýstir eftir umsóknum einu sinni að hausti og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Suðurnesja og reglum sjóðsins.
Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verkefna á sviði menningar annars vegar, þ.á.m. stofn- og rekstrarstyrki, og til atvinnu og nýsköpunarverkefna hins vegar.
Hér má sjá kynningarmyndbönd þar sem fjallað er um þau verkefni sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum.