fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Sóknaráætlun

Sóknaráætlanir landshlutanna eru merkileg tilraun. Þær byggja á verklagi nýsköpunar í íslenskri stjórnsýslu þar sem Stjórnarráðið sem heild vinnur með landshlutasamtökum sveitarfélaga að því að færa völd og ábyrgð að hluta til heimamanna. Tilgangurinn er bæði að ná fram betri nýtingu fjármuna og að færa ákvarðanatöku nær þeim sem þekkja best til aðstæðna á hverjum stað.

Markmiðið er jafnframt að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu opinberra fjármuna. Þetta verklag og það traust sem ríkisvaldið sýnir með þessu fyrirkomulagi er ákaflega valdeflandi og tilmikillar fyrirmyndar.

Þetta byggir á þeirri framtíðarsýn að þeir fjármunir sem Alþingi ráðstafar hverju sinni af fjárlögum til verkefna í einstökum landshlutum á sviði atvinnumála, byggða- og samfélagsþróunar byggi á sóknaráætlunun hvers landshluta og renni um einn farveg á grundvelli samnings til miðlægs aðila í hverjum landshluta. Til þess að svo megi verða þarf að forgangsraða verkefnum og áherslum hvers landshluta í gegnum sóknaráætlanir.

Sóknaráætlun tekur mið af helstu stefnumörkun ríkisstjórnar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Sóknaráætlun er skipt niður í áhersluverkefni sem unnið er eftir.