fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

43. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja

43. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2024, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar K. Ottósson, Einar Jón Pálsson, Jón Guðnason, Davíð Viðarsson, Andri Rúnar Sigurðarson, Jón B Einarsson, Lilja Sigmarsdóttir, Ásrún Kristinsdóttir, Magnús Stefánsson, Björn Ingi Edvardsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins eru Stefán G. Thors frá VSÓ og Anna Sóley Þorsteinsdóttir frá Kanon.

Forföll boðuðu þeir: Guðmundur Björnsson, Kjartan Már Kjartansson, Guðlaugur Sigurjónsson, Fannar Jónasson og Gunnar A. Axelsson.

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Dagskrá:

  1. Fara yfir áherslur og viðfangsefni (mögulegar breytingar)

Í ljósi jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaganum er mikilvægt að endurskoða kaflaskiptingu og áherslur Svæðisskipulags Suðurnesja. Kaflinn náttúruvá var undirkafli í kaflanum samfélag en í tengslum við atburði á svæðinu er mikilvægt að vinna hann sem sjálfstæðan kafla.Jafnframt er lagt til að kaflinn samfélag verður færður inn í kaflann lýðfræði.

Nefndin ræddi samsetningu á lóðarframboði í sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Einnig voru breytingar á atvinnusvæðum ræddar. Lagt er til að tveimur atvinnusvæðum verði bætt inn á núverandi kort en þau eru í landssvæði Grindavíkur.

Umræður urðu um mikilvægi þess að Nesvegur verði byggður upp á sama hátt eins og Suðurstrandarvegur. Ljóst er að mikilvægi Nesvegar hefur aldrei verið meira en núna.

Í framhaldi af umræðum um varavatnsból var Gunnari Ottóssyni falið að hafa samband við Hs veitur vegna þessa.

2. Uppfæra tímaáætlun svæðisskipulagsvinnu
Lögð var til uppfærð tímalína:

  • Fundur 21.03 – atvinna/náttúruvá/lýðfræði
  • Fundur 11.04 – innviðir/náttúruvá
  • Fundur 16.05 – auðlindir/loftlagsmál/umhverfismat
  • Fundur 13.06 – vinnslutillaga
  • Fundur í ágúst – kynning á vinnslutillögu.

Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:15.