fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

798. fundargerð stjórnar S.S.S.

Árið 2024, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 14. febrúar, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Anton Kristinn Guðmundsson, Björn G. Sæbjörnsson, Sverrir Bergmann Magnússon, Sverrir Auðunsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Sverri Auðunsson formaður stjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn þá sérstaklega nýjan stjórnarmann.
Dagskrá:

 1. Kynning frá Gallup, ímynd Suðurnesja – Matthías Þorvaldsson.
  Matthías Þorvaldsson kynnti stjórn S.S.S niðurstöður könnunar um ímynd Suðurnesja. Könnunin hefur verið gerð frá því 2015. Ljóst er að áhrif af ýmsum þáttum eins og Covid, jarðskjálftum og eldgos hefur haft áhrif á ímynd Suðurnesja. Könnunin sýnir að helsta ástæða þess að það kæmi ekki til greina að íhuga Suðurnes sem búsetusvæði er að það er eldfjallasvæði en það var 33% ástæðna þess að fólk vildi ekki flytja á Suðurnesin. Kynningin verður send stjórnarmönnum að loknum fundi.
 2. Eldgos á Reykjanesskaganum.
  a)Eldgos norðan Sýlingarfells – 08.02.2024.
  Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum. Í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.

b)Minnisblað – samantekt á starfsemi í Tollhúsinu.
Lagt fram.

c)Reykjanesskaginn á krossgötum – samantekt fundar.
Fundinum var frestað vegna skorts á heitu vatni. Þetta er í annað skipti sem fundinum var frestað en áður hafði honum verið frestað vegna veðurs.

 1. Verkmenntaaðstaða Fjölbrautaskóla Suðurnesja
  a) Bréf frá Reykjanesbæ, dags. 25.01.2024.
  b) Bréf frá Suðurnesjabæ, dags. 19.01.2024.
  c) Afrit af fundargerð bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga, dags. 24.01.2024.
  Mennta – og barnamálaráðuneytinu hefur verið send afstaða sveitarfélaganna á Suðurnesjum sem hafa bent á að þörf sé á því að kostnaðarmeta verkefnið nánar svo hægt sé að taka afstöðu til þess. Í svari ráðuneytis sem barst 13. febrúar er óskað eftir því að orðalag bókunar sé nákvæmara svo hægt sé að taka næstu skref í viðbyggingaráformum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa fullan áhuga á verkefninu en ítreka fyrri bókun og óska eftir því að fá nánari greiningu á kostnaði áður en sveitarfélögin ganga undir skuldbindingu vegna verkmenntaaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

 1. Tölvupóstur dags. 22.01.2024 frá Þór Hjaltalín f.h. Minjastofnunar v. tilnefning fulltrúa í minjaráð Reykjaness.
  Stjórn S.S.S. tilnefnir Daníel Einarsson sem sinn aðalfulltrúa í Minjaráði Reykjaness og Guðlaugu Maríu Lewis til vara.
 2. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, dags. 12.01.2024 v. förgunar eða endurnýtingar á menguðum jarðvegi.
  Lagt fram.
 3. Tölvupóstur dags. 15.01.2024 frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, beiðni um tilnefningu í stjórn FAB LAB Suðurnes.
  Stjórn S.S.S. tilnefnir Dagnýju Maggýjardóttur sem sinn fulltrúa í stjórn FAB LAB Suðurnes.
 4. Afrit af kynningarglærum frá spretthópi um sameiginlegar starfsstöðvar/samhæfða svæðaskipan.
  Lagt fram.
 5. Minnisblað vegna þríhliða samstarfssamnings milli SSS, Reykjanes Global Geopark og GeoCamp Iceland.
  Stjórn samþykkir samninginn fyrir sína hönd og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
 6. Afrit af bréfi til Menningar og viðskiptaráðuneytis, dags. 08.01.2024, v. beiðni um stuðning við uppbyggingu, þróun og markaðssetningu á Reykjanesi.
  Lagt fram.
 7. Gjaldskrá vegna Markaðsstofu Reykjaness – drög.
  Stjórn S.S.S. samþykkir drögin.
 8. Sóknaráætlun Suðurnesja – úthlutun Uppbygginarsjóðs Suðurnesja.
  Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2024. Auglýst var eftir styrkumsóknum í október sl. Umsóknir sem bárust voru samtals 72 talsins og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 180 milljónir króna. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 51.700.000 til 38 verkefna.

Skiptingin milli flokka er með þessum hætti:
• Stofn og rekstur fá úthlutað 1.500.000. kr.
• Menning og listir fá úthlutað 23.080.000. kr.
• Atvinnu- og nýsköpun fær úthlutað 27.120.000. kr.
Stjórn S.S.S. óskar öllum styrkhöfum til hamingju.

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja 2024.
2024-1 Efling fræðslustarfs RGP 5,000,000
2024-2 Evrópuráðstefna jarðvanga á Íslandi 5,000,000
2024-3 Endurútgáfa Reykjanesbókar 9,000,000
2024-4 Efling samstarfs fyrirtækja á Suðurnesjum 500,000
2024-5 Snjallleiðsögn um Reykjanesið 3,000,000
2024-6 Ímynd Reykjaness á óvissutímum 5,000,000

Stjórn S.S.S. samþykktir áhersluverkefni ársins 2024 og felur framkvæmdastjóra S.S.S. að senda þau til Stýrihóps Stjórnarráðins.

 1. Önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05.

Sverrir Auðunsson Björn G. Sæbjörnsson Anton K. Guðmundsson Sverrir B. Magnússon Berglind Kristinsdóttir