799. fundargerð stjórnar S.S.S.
Árið 2024, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 6. mars, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Anton Kristinn Guðmundsson, Björn G. Sæbjörnsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Auðunsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Sverri Auðunsson formaður stjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Ímynd Suðurnesja – Kristján Hjálmarsson og Dagný Maggýjar.
Samstarfshópur vegna ímyndarvinnu hefur verið endurvakinn. Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum, Kadeco og Markaðsstofa Reykjaness eiga fulltrúa í hópnum. Kristján og Dagný fóru yfir verkefnið en mikilvægt er að koma góðum fréttur af svæðinu í fjölmiðla. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Íslandsstofu en þörf er á að koma góðum fréttum í erlenda sem og innlenda fjölmiðla.
Kristján fór yfir samantekt á fréttum en fram kom í máli hans að enginn staður sem býr yfir jafn miklum tækifærum og Reykjanesið.
- Undirbúningur Vorfundur S.S.S.
Ákveðið hefur verið að halda vorfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, föstudaginn 12. apríl. Fundarefnið er áskoranir til framtíðar fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið áfram. Fundurinn verður haldinn í Berginu, Hljómahöll. - Málefni Keilis.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Keilir hafa gert með samkomulag um að F.S. taki að sér rekstur tveggja námsbrauta hjá Keili. Um er að ræða stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og einka- og styrkjarþjálfaranám. Auk þess er stefnt að því að flytja nám í fótaaðgerðafræði yfir til F.S. um næstu áramót.
Stjórn S.S.S. finnst leitt að þetta nám hafi ekki gengið í Keili en að sama skapi fagnar hún því að Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafi getið tekið að sér kennslu á þessum brautum. Stjórnin harmar skort á upplýsingagjöf til sveitarstjórnarfólks þegar þessi ákvörðun var tekin.
- Viðaukasamningar við Sóknaráætlun Suðurnesja
a) Vilyrði fyrir samstarfssamning við Umhverfis-orku og loftlagsráðuneytið að upp kr. 10.000.000,-
Framkvæmdastjóri sagði frá hugmyndum af samstarfsverkefnum við hagaðila á svæðinu er snúa að hugmyndum um nýtingu glatvarma frá gagnaverum og virkjunum. - Úthlutun úr Byggðaáætlun, c-1.
Innviðaráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar vegna styrkja úr C.-1 potti byggðaáætlunar. S.S.S. fékk styrk að upphæð 17 mkr. vegna umsóknar um verkefna er snúa að uppbyggingu, þróun og markaðssetningar á Reykjanesi. - Samstarfsyfirlýsing landshlutasamtaka sveitarfélaga vegna umsóknar í Matvælasjóð.
S.S.S. tekur þátt í umsókn Samtaka smáframleiðenda matvæla til Matvælasjóðs. Þátttakan felst í samstarfi og ráðgjöf til smáframleiðenda. - Önnur mál.
Stjórn mun vinna sameiginlegt minnisblað vegna stækkunar á verknámsstöðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fulltrúa Reykjanesbæjar falið að vinna verkefnið áfram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.
Sverrir Auðunsson Björn G. Sæbjörnsson Anton K. Guðmundsson Guðný Birna Guðmundsdóttir Berglind Kristinsdóttir